„Grettisbæli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Hornstrandir1 (spjall | framlög)
mynd
Lína 1:
[[Mynd:Fagraskógarfjall.jpg|thumb|Fagraskógarfjall og Grettisbæli]]
'''Grettisbæli''' er 426 m hátt [[móberg]]sfjall, er gengur suðaustur úr [[Fagraskógarfjall|Fagraskógarfjalli]] (684 m). Efst í fjallinu eru skörðóttir móbergstindar er standa upp úr annars snarbröttum skriðunum. Í [[Grettis saga|Grettis sögu]] segir að [[Grettir Ásmundarson]] hafi haft aðsetur í hellisskúta í fjallinu í þrú ár, enda hafi fjallið verið mjög svo ákjósanlegt vígi til varna frá náttúrunnar hendi. Aðrar heimildir segja hann hafa dvalist þar nokkuð skemur, eða í um eitt ár. Mun Grettir hafa gengið svo frá [[Hellir|hellis]]muna að lítið bæri þar á mannaferðum og síðan herjað á nágrannabyggðir um vistir og viðurværi.