„Kalda stríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 194.144.188.198 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Bragi H
Merki: Afturköllun
Lína 3:
 
== Uppruni hugtaksins ==
 
Breski rithöfundurinn [[George Orwell]] notaði hugtakið „Kalt stríð“ í ritgerð í breska dagblaðinu Tribune árið 1945. Í Bandaríkjunum var það fyrst notað árið [[1947]] af [[Bernard Baruch]] og [[Walter Lippmann]] til þess að lýsa aukinni spennu milli stórveldanna tveggja í kjölfar [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]].<ref>Fred Halliday, „Cold War“, hjá Joel Krieger (ritstj.), ''The Oxford Companion to the Politics of the World'' 2. útg. (Oxford: Oxford University Press, 2001).</ref> Hugmyndin var sú að „sigurvegarinn“ myndi sýna fram á yfirburði síns pólitísks kerfis, annars vegar [[kommúnismi|kommúnisma]] Sovétríkjanna og hins vegar frjáls markaðsbúskaps Bandaríkjanna.
 
== Kalt stríð ==
Enda þótt Bandaríkin og Sovétríkin hafi verið bandamenn undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar voru uppi afar ólíkar hugmyndir um skipan mála eftir stríðið. Dagana 4.-11. febrúar [[1945]] hittust þjóðhöfðingjar Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Bretlands; [[Franklin D. Roosevelt]], [[Jósef Stalín]] og [[Winston Churchill]] á [[Jaltaráðstefnan|Jaltaráðstefnunni]] og réðu ráðum sínum. Niðurstaðan varð sú að Þýskalandi yrði skipt á milli stórveldanna í þrjú svæði og Berlín, sem var staðsett á yfirráðasvæði Sovétríkjanna, var einnig skipt þannig (seinna urðu þau fjögur þegar Frakklandi var úthlutað landsvæði í Suðvestur-Frakklandi).
 
[[Austur-Evrópa]] var á áhrifasvæði Sovétríkjanna. Í frægri ræðu í mars 1946 komst Winston Churchill þannig að orði að „[[Járntjaldið|Járntjald]]“ skipti Evrópu í tvennt. Vegna bágs efnahagsástands í Bretlandi sáu þarlend stjórnvöld ekki fram á að geta veitt Grikkjum og Tyrkjum áframhaldandi efnahagsaðstoð. Af þeim völdum setti þáverandi forseti Bandaríkjanna fram nýja utanríkisstefnu ári 1947 kennda við hann, [[Truman-kenningin|Truman-kenninguna]]. Með henni skuldbatt hann Bandaríkin til þess að veita Tyrklandi og Grikklandi fjárhagsaðstoð til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kommúnisma.