„Livia Drusilla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|250px|Brjóstmynd af Liviu úr egypsku basalti '''Livia Drusilla''' (30. janúar 58 f.Kr. – 28. september 29 e.Kr.) var Rómaveldi|...
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5:
 
Livia var alla tíð mikilvægur ráðgjafi Ágústusar og tók þannig virkan þátt í stjórn heimsveldisins. Einnig réði hún sínum eigin fjárhag, en það var mjög óalgengt á meðal rómverskra kvenna. Livia og Ágústus áttu engin börn saman en hún fékk hann til þess að ættleiða son sinn Tíberíus og gera hann að erfingja sínum og eftirmanni. Við andlát Ágústusar, árið 14 e.Kr., var Livia formlega ættleidd inn í julísku ættina og varð þar með ættmóðir [[júlíska-claudíska ættin|julísku-claudísku ættarinnar]]. Livia var áfram valdamikil í stjórnartíð sonar síns, Tíberíusar, og virðist mæðginunum hafa komið ágætlega saman til að byrja með. Smám saman fór Tíberíus að eyða meiri og meiri tíma utan Rómaborgar og settist á endanum að á eynni [[Capri]]. Fornir sagnaritarar segja að ástæða þessa hafi meðal annars verið sú að hann þoldi ekki afskiptasemi móður sinnar. Livia lést árið 29 og vildi öldungaráðið þá taka hana í guðatölu en Tíberíus beitti neitunarvaldi. Það var ekki fyrr en þrettán árum síðar að [[Claudius]] lét taka hana í guðatölu og fékk hún þá titilinn ''Diva Augusta'' (heilög Ágústa).
 
{{fd|58 f.Kr.|29}}
[[Flokkur:Rómverskar keisaraynjur]]