Munur á milli breytinga „Hraun“

405 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
m
Tók aftur breytingar 157.157.10.22 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
m (Tók aftur breytingar 157.157.10.22 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur)
Merki: Afturköllun
{{CommonsCat|Lava}}
{{Aðgreiningartengill|Hraun (aðgreining)}}
<onlyinclude>'''Hraun''' er bráðið [[berg]] eða [[möttull|möttulefni]] sem flæðir upp á yfirborð jarðar við [[eldgos]] og storknar þar.</onlyinclude> Hitastig hraunbráðar getur verið frá 15700 - 1200&nbsp;°C. [[Kvika|Kvikan]] verður til vegna hitamyndunar í iðrum jarðar sem einkum stafar af niðurbroti geislavirkra efna (t.d. [[úran]]s og [[þóríum]]s). Kvikan er heit og því eðlisléttari en umhverfið, sem veldur því að hún tekur að stíga í átt til yfirborðs þar sem hún kemur upp í eldgosum. Hraunið sem rennur þá inniheldur minna af uppleystum efnum (gösum) en kvikan.
 
== Tegundir hrauna ==
Basísk hraun (eða ''mafísk'') eru venjulega fremur [[Kísill|kísilsnauð]] og eru því fremur þunnfljótandi. Þau koma oftast upp í [[gígaröð]]um eða [[dyngja|dyngjum]]. Súr hraun (eða ''felsísk'') eru yfirleitt kísilrík og seigfljótandi og mynda gjarnan straumflögótt berg. Þau koma oftast upp í [[megineldstöð]]vum.
 
== Storknun og myndanir ==
Snertifletir og yfirborð hrauna er oft gler- eða kargakennt, þar sem kólnun þessara flata er hraðari vegna snertingar við eldri og kaldari jarðmyndanir og andrúmsloft. Því ná kristallar ekki að myndast. Berg sem myndast við eldgos kallast einu nafni [[gosberg]] hvort sem um er að ræða hraun, gjóskuberg eða móberg.
 
Basísk hraun mynda venjulega annaðhvort [[Helluhraun|hellu-]] eða [[apalhraun]] sem vísar að mestu til yfirborðsásýndar hraunanna. Enskt heiti þessara hraungerða eru "Aa-lava" (apalhraun) og "Pahoehoe" (helluhraun), en ensku nafngiftirnar eru komnar frá [[Hawaii]]-eyjaklasanum, þar sem eingöngu renna basalthraun.
 
==Tenglar==