„Grettis saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
Neineienei
[[Mynd:AM426 Grettir.jpg|thumb|Grettir.]]
'''Grettis saga''' fjallar um [[Grettir Ásmundarson|Gretti Ásmundarson]] frá [[Bjarg í Miðfirði|Bjargi]] í [[Miðfjörður|Miðfirði]], sem kallaður var [[Grettir sterki]]. Sagan er ein af þekktustu og vinsælustu [[Íslendingasögur|Íslendingasögunum]].
 
Í sögunni er greint frá æsku og uppvexti Grettis, brekum hans og óláni, sem olli því að hann varð útlagi og þvældist um allt [[Ísland]]. Margir ofsóttu hann en einnig urðu margir til þess að hjálpa honum. Endalok Grettis urðu í [[Drangey]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]], en þar var hann loks drepinn.
 
Grettir er kynntur til sögunnar í 14. kafla en áður segir sagan frá forfeðrum hans, einkum þó [[Önundur tréfótur|Önundi tréfæti Ófeigssyni]], langafa Grettis, sem var einn þeirra sem börðust við [[Haraldur hárfagri|Harald hárfagra]] í [[Hafursfjarðarorusta|Hafursfjarðarorrustu]] og missti þar annan fót sinn en fór síðar til [[Suðureyjar|Suðureyja]] og þaðan til Íslands. Hans er getið í [[Landnámabók]] sem landnámsmanns við Kaldbaksvík á [[Strandasýsla|Ströndum]]. Í síðasta hluta Grettis sögu segir frá Þorsteini drómundi, eldri hálfbróður Grettis, veru hans í [[Mikligarður|Miklagarði]], þar sem hann var í liði [[Væringjar|Væringja]] og hefndi Grettis með því að drepa [[Þorbjörn öngull|Þorbjörn öngul]], og síðan frá ástum hans og hefðarkonu sem Spes hét. Kallast sá hluti sögunnar [[Spesar þáttur]].
== Grettisfærsla ==
Grettisfærsla er horfið kvæði í Grettissögu. Eftir að rakin hefur verið viðræða ísfirskra kotkarla um það hver eigi að taka við Gretti, farast sögumanni orð á þessa lund: „Og eftir þessu viðtali þeirra hafa kátir menn sett fræði það er Grettisfærsla hét og aukið þar í kátlegum orðum til gamans mönnum“. Því miður er ekki hægt að gera sér fulla grein fyrir Grettisfærslu, enda var hún skafin af bókfellinu. Þó má sjá að þar hefur verið [[klám]] og harla lítill tepruskapur, eins og ráða má af því sem [[Ólafur Halldórsson]] hefur skrifað um færsluna, en hann hefur rýnt í skaddað handritið.