„Kíribatí“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
nokkrar orðalagsbreytingar
mEkkert breytingarágrip
Lína 38:
Kíribatí er eitt af þeim ríkjum heims sem eru í mestri hættu vegna hækkandi sjávarstöðu af völdum [[Hnattræn hlýnun|hnattrænnar hlýnunar]]. Forseti eyjanna hefur talað um að íbúar eyjanna muni neyðast til að flytja annað þegar fram líða stundir.
 
==Heiti==
{{commonscat|Kiribati|Kíribatí}}
Heitið ''Kíribatí'' var tekið upp þegar eyjarnar fengu sjálfstæði 1979. Það byggist á framburði eyjarskeggja á orðinu ''Gilberts''. Þær draga þannig nafn af [[Gilbertseyjar|Gilbertseyjum]] sem eru meginhluti eyjaklasans og voru nefndar eftir breska landkönnuðinum [[Thomas Gilbert]]. Hann kom auga á margar eyjarnar 1788 þegar hann kortlagði sjóleiðina frá [[Port Jackson]] í Ástralíu til [[Kanton]] í Kína.
 
Nafnið Gilbertseyjar kemur fyrst fram á kortum sem rússneski aðmírállinn [[Adam Johann von Krusenstern]] og franski skipstjórinn [[Louis Duperrey]] gerðu 1820. Eyjarnar voru oft kallaðar Kingsmills á 19. öld en smám saman varð heitið Gilbertseyjar ofaná. [[Gilberts- og Elliseyjar]] voru bresk nýlenda frá 1916 sem urðu sjálfstæðu ríkin Kíribatí og [[Túvalú]] á 8. áratug 20. aldar.
 
Í [[gilberska|gilbersku]] er heitið borið fram ''[[Kiribas]]''.
 
{{Stubbur|landafræði}}
{{Breska samveldið}}