„Valois-ætt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Valois-ætt''' var frönsk [[konungsætt]] á miðöldum, hliðargrein [[Capet-ætt|Capet]]-ættar, og sátu konungar af Valois-ætt í hásæti [[Frakkland|Frakklands]] frá [[1328]] til [[1589]]. Hertogarnir af [[Hertogadæmið Búrgund|Búrgund]] frá [[1363]] til [[1482]] voru einnig af Valois-ætt.
 
Valois-ættin var komin af [[Karl af Valois|Karli]] greifa af Valois, fjórða syni [[Filippus 3. Frakkakonungur|Filippusar 3.]] Frakkakonungs. Erfðaréttur afkomenda hans byggðist á ákvæðum franskra laga sem útilokuðu konur frá ríkiserfðum og einnig erfðir um kvenlegg. [[Filippus 4. Frakkakonungur|Filippus 4.]], eldri bróðir Karls af Valois, átti þrjá syni sem allir urðu konungar en enginn þeirra eignaðist son sem lifði. Þegar sá síðasti, [[Karl 4. Frakkakonungur|Karl 4.]], lést [[1328]], erfði hvorki dóttir hans né bróðurdætur ríkið, heldur ekki systursonur hans, [[Játvarður 3.]] Englandskonungur, sem gerði þó kröfu til ríkiserfða, heldur [[Filippus 6. Frakkakonungur|Filippus 6.]], elsti sonur Karls af Valois, sem þar með varð fyrsti konungur af Valois-ætt.
 
== Frakkakonungar af Valois-ætt ==
=== Valois ===
* [[Filippus 6. Frakkakonungur|Filippus 6.]], 1329-1350.
* Jóhann 2., 1350-1364.
* [[Karl 5. Frakkakonungur|Karl 5.]], 1364-1380.