„Ronald Reagan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 49:
John Hinckley Jr. var sýknaður af morðákæru, þar sem hann var talinn ósakhæfur vegna geðsýki. Markmið Hinckley með árásinni var að ná athygli leikkonunnar [[Jodie Foster]], en hann hafði talið sér trú um að með því að myrða forseta Bandaríkjanna gæti hann náð ástum hennar. Áður en Reagan varð forseti hafði Hinkckley lagt á ráðin um að myrða [[Jimmy Carter]].
 
Í gegnum söguna hefur fjöldi tilrauna verið gerður til að ráða forseta Bandaríkjanna af dögum. Þó fjórar hafi tekist ([[Abraham Lincoln]], [[James. A. Garfield]], [[William McKinley]] og [[John F. Kennedy]]) hafa flestar hafa mistekist, árásarmennirnir ekki næð að komast í tæri við forsetann, ekki hæft hann, eða verið yfirbugaðir í þann mund er þeir hugðust fremja ódæðið. Af forsetum Bandaríkjanna eftir stríð voru gerðar tilraunir til að ráða [[Harry Truman]] og [[Richard Nixon]] af dögum. Í báðum tilfellum voru árásarmennirnir yfirbugaðir í skotbardaga. Tvær tilraunir voru einnig gerðar til að ráða [[Gerald Ford]] af dögum. Eins og þekkt er var John F. Kennedy ráðinn af dögum í Dallas, Texas. Reagan er fyrsti sitjandi forseti Bandaríkjanna til að særast en lifa af morðtilraun.
 
=== Efnahagsstefna ===