„Evrópukeppni bikarhafa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 10:
 
Fyrsta keppnin var haldin veturinn 1960-1 með þátttöku tíu liða. Mótið hafði ekki fulla formlega stöðu sem Evrópukeppni á vegum UEFA, en hefð er þó fyrir því að telja sigurvegara hennar, [[Ítalía|ítalska]] liðið [[Fiorentina]] fyrstu sigurvegarana í sögu keppninnar. Þetta fyrsta ár var leikið heima og heiman í úrslitunum og voru mótherjarnir [[Rangers FC|Rangers]]. Þegar á öðru ári keppninnar áttu velflest aðildarlönd UEFA sinn fulltrúa.
 
Eftir að Evrópukeppni félagsliða kom til, var goggunarröð Evrópumótanna skilgreind á þá leið að Evrópukeppni meistaraliða væri æðst, þá kæmi Evrópukeppni bikarhafa og því næst Evrópukeppni félagsliða. Var þessi röðun látin ráða því í hvaða röð félagslið veldust í keppnirnar, t.d. kepptu lið sem urðu bæði bikarmeistarar og höfnuðu í öðru sæti í landsdeild sinni í Evrópukeppni bikarhafa. Engu að síður var Evrópukeppni félagsliða í hugum margra knattspyrnuáhugamanna talin sterkari og þar með merkari keppni, einkum eftir að þátttökuliðum frá sterkari þjóðunum var fjölgað í þeirri keppni. Þrátt fyrir það hróflaði UEFA ekki við goggunarröð sinni og voru sigurliðin í Evrópukeppni meistaraliða og Evrópukeppni bikarhafa látin mætast á hverju hausti til að berjast um titilinn Evrópumeistari meistaranna.
 
{{Stubbur|knattspyrna}}