„2013“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 148:
 
=== Nóvember ===
[[Mynd:NYC_-_Four_World_Trade_Center_-_panoramio_(1).jpg|thumb|right|4 World Trade Center í New York-borg.]]
* [[1. nóvember]] - Skáldsagan ''[[Tímakistan]]'' eftir Andra Snæ Magnason kom út.
* [[5. nóvember]] - Indverska geimfarinu ''[[Mars Orbiter Mission]]'' var skotið á loft.
* [[8. nóvember]] - Fellibylurinn [[Haiyan (fellibylur)|Haiyan]], sem er sá öflugasti sem gengið hefur á land í heiminum, reið yfir [[Filippseyjar]]. Borgin [[Tacloban]] varð rústir einar. Tugir þúsunda manna fórust og hundruð þúsunda lentu á vergangi. Hjálparstarf gekk illa meðal annars vegna vatnavaxta og vegaskemmda.
* [[13. nóvember]] - Nýr turn á lóð [[Tvíburaturnarnir|Tvíburaturnanna]] í New York, [[4 World Trade Center]], var vígður með viðhöfn. Hann er fyrsta nýbyggingin sem opnuð er á svæðinu. Turninn er 72 hæðir og 297,7 metrar á hæð.
* [[14. nóvember]] - Dýrasti [[demantur]] heims, [[Pink Star]], var seldur á 83 milljónir dala.
* [[17. nóvember]] - 44 létust þegar [[Tatarstan Airlines flug 363]] fórst við [[Kazan]] í Rússlandi.
* [[20. nóvember]] - [[Lekamálið]] kom upp á Íslandi þegar ''Morgunblaðið'' og ''Fréttablaðið'' birtu upplýsingar úr minnisblaði frá Innanríkisráðuneytinu.
* [[21. nóvember]] - [[Kreppan í Úkraínu]] hófst þegar Viktor Janúkóvitsj frestaði undirbúningi að inngöngu í Evrópusambandið.
* [[22. nóvember]] - Norðmaðurinn [[Magnus Carlsen]], 22 ára, varð heimsmeistari í skák er hann sigraði [[Viswanathan Anand]] í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Hann fékk 6,5 vinninga á móti 3,5 vinningum Anands í 10 skákum.
* [[24. nóvember]] - [[Íran]] samþykkti að takmarka [[kjarnorkuáætlun Írans|kjarnorkuáætlun sína]] gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt.
* [[27. nóvember]] - Bandaríska teiknimyndin ''[[Frosinn]]'' var frumsýnd.
* [[30. nóvember]] - Tilkynnt var um [[Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána]], svokölluð skuldaleiðrétting [[verðtrygging|verðtryggðra]] húsnæðislána almennings sem krafa hafði verið uppi um að eitthvað yrði gert í allt frá [[Bankahrunið á Íslandi|bankahruninu 2008]].
* [[30. nóvember]] - Tölvuhakkarinn [[AgentCoOfficial]] braust inn í tölvukerfi [[Vodafone Ísland]] og náði trúnaðargögn viðskiptavina Vodafone, þar með talin [[SMS-skilaboð]]um og setti á netið.
 
=== Desember ===
[[Mynd:2013_Volgograd_Trolleybus_bombing_01_crop.JPG|thumb|right|Sundurtætt rúta í Volgograd.]]