„Austurríki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 213:
Samhliða aukinni [[iðnvæðing]]u og fjölgun í röðum nýrrar verkamannastéttar jukust stjórnmálaleg átök í Austurríki. Þetta var einnig tími [[þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]]. Um miðja [[19. öldin]]a voru mótmælin í hámarki en sökum þess að Austurríki var fjölþjóðaríki, náðu mótmælendur ekki að skipuleggja sig eins vel og víða annars staðar. Á byltingarárinu [[1848]] kom til víðtækra mótmælaaðgerða, en þær voru allar barðar niður. Á hinn bóginn sá keisari að friða þurfti lýðinn. Því var Metternich fursti rekinn úr embætti, enda var hann mjög íhaldssamur á gamla kerfið og mikill harðlínumaður.
 
Þann [[22. júlí]] fundaði fyrsta austurríska þingið í nútíma-formi í Vín. Ekkert þinghús var til staðar og því var fundað í reiðskóla til að byrja með. Þótt tekist hefði að friða íbúa móðurlandsins í bili, braust út bylting í öðrum hlutum ríkisins. Á Norður-Ítalíu barði herinn niður byltingu. Í Ungverjalandi var vilji til að losna frá Austurríki og dreginn saman mikill her. Austurríski herinn neitaði hins vegar að fara austur og því lýstu Ungverjar sig úr sambandi við keisarann. Íbúar Vínar studdu yfirmenn hersins og gerð var aðför að keisara og ríkisstjórn, sem yfirgáfu borgina og flúðu til borgarinnar Olomouc í Mæri (Tékklandi). Þar sagði [[Ferdinand 1. Austurríkiskeisari|Ferdinand I. keisari]] af sér en frændi hans, [[Frans Jósef 1. Austurríkiskeisari|Frans Jósef]], tók við sem nýr keisari. Keisarasinnar söfnuðu liði og hófu gagnbyltingu. [[1. nóvember]] hertóku þeir Vín í miklum bardögum þar sem 2000 manns týndu lífi. 24 leiðtogar byltingarmanna voru teknir af lífi. Þar með var endir bundinn á byltinguna. Aðeins með aðstoð Rússa tókst að vinna Ungverjaland á ný. Eftir þetta tók Frans Jósef I. keisari sér nánast einræðisvald.
 
=== Ítalía og þýska stríðið ===