„Buffalo“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Bær
|Nafn=Buffalo
|Fáni=Flag_of_Buffalo,_New_York.svg
|Skjaldarmerki=Seal_of_Buffalo,_New_York.svg
|Mynd=BuffaloSkyline.jpg
|Land= Bandaríkin
|lat_dir = N|lat_deg = 42|lat_min = 54|lat_sec =17
|lon_dir = W|lon_deg = 78|lon_min = 50|lon_sec =58
|Íbúafjöldi=258.612 ([[2017]])
|Flatarmál= 136
|Póstnúmer=142xx
|Web=http://www.city-buffalo.com
}}
[[Mynd:BuffaloSkyline.jpg|thumb|Buffalo að kvöldi]]
'''Buffalo''' er næstfjölmennasta borg [[New York-fylki]]s í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og 81. fjölmennasta borg Bandaríkjanna. Íbúar eru um 260 þúsund. Borgin er staðsett í vesturhluta [[New York-fylki]]s við strendur [[ErievatnErie-vatn]]s, rétt við [[NiagarafljótNiagara-fljót]]. Buffalo er stærsta sveitarfélagið á [[Buffalo-Niagarafossa-stórborgarsvæðinu]] þar sem búa um 1,2 milljónir. Borgin er höfuðstaður [[Erie-sýsla|Erie-sýslu]]. Borgin er mikilvægur verslunarstaður við landamæri Bandaríkjanna og [[Kanada]].
 
Fyrir 17. öld bjuggu [[Írókesar]] á svæðinu þar sem Buffalo stendur. Síðar tóku franskir landnemar að setjast þar að. Borgin óx hratt á 19. og 20. öld vegna innflytjenda sem komu til að vinna við [[Erie-skurðurinn|Erie-skurðinn]] og járnbrautirnar. Borgin naut þess að vera staðsett við helstu verslunarleiðir til [[Miðvesturríkin|Miðvesturríkjanna]]. Korn-, stál- og bílaiðnaður einkenndu efnahagslíf borgarinnar á 20. öld. Hnignun iðnaðar á síðari helmingi 20. aldar leiddi til fólksfækkunar. Stærsti geiri atvinnulífs Buffalo eftir [[Samdrátturinn mikli|Samdráttinn mikla]] í upphafi 21. aldar er þjónusta, með áherslu á heilbriðisþjónustu, rannsóknir og háskólamenntun.
Í borginni sjálfri búa um 260 þúsund manns en á öllu stórborgarsvæðinu búa yfir 1,2 milljónir. Forbes sagði borgina vera þá tíundu bestu til að ala upp börn í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].
 
Buffalo stendur á austurbakka Erie-vatns við upptök [[Niagara-fljót]]s, 26 km sunnan við [[Niagara-fossar|Niagara-fossa]]. Borgin rafvæddist snemma og fékk viðurnefnið „ljósaborgin“. Borgin er líka þekkt fyrir borgarskipulag [[Joseph Ellicott]] frá upphafi 19. aldar og almenningsgarða [[Frederick Law Olmsted]] frá síðari hluta 19. aldar. Í borginni eru mörg dæmi um merkilega byggingarlist frá öllum tímum. Menning borgarinnar er blanda af hefðum frá [[Miðvesturríkin|Miðvesturríkjunum]] og [[Norðausturríkin|Norðausturríkjunum]]. Meðal árlegra bæjarhátíða eru [[Taste of Buffalo]] og [[Allentown Art Festival]]. Tvö atvinnumannalið eru í borginni, fótboltaliðið [[Buffalo Bills]] og íshokkíliðið [[Buffalo Sabres]].
 
{{stubbur|landafræði|bandaríkin}}