„Paul von Lettow-Vorbeck“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
===Fyrri heimsstyrjöldin===
[[File:Paul von Lettow-Vorbeck WWI poster.jpg|thumb|left|upright|Áróðursplakat frá stríðsárunum sem sýnir Lettow-Vorbeck stýra afrískum hermönnum.]]
Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst gerði Lettow-Vorbeck sér grein fyrir því að átök í Austur-Afríku skiptu litlu máli í samanburði við hinar vígstöðvarnar og ætlaði því fyrst og fremst að einbeita sér að því að halda breskum hermönnum á svæðinu uppteknum og þannig koma í veg fyrir að þeir yrðu fluttir á vesturvígstöðvarnar. Í byrjun stríðsins voru aðeins um 2,.600 Þjóðverjar og 2.472 Afríkumenn undir stjórn Lettow-Vorbeck.<ref>Farwell, bls. 109.</ref> Lettow-Vorbeck hunsaði skipanir þýska ríkisstjórans um að viðhalda hlutleysi afrísku nýlendanna samkvæmt samkomulagi [[Berlínarráðstefnan|Berlínarráðstefnunnar]] og bjó sig undir að verjast árás Breta á bæinn Tanga. Eftir fjögurra daga orrustu við Tanga tókst Þjóðverjum að hrekja Breta á brott. Síðan sigruðu þeir Breta í annað sinn við Jassin þann 19. janúar 1915 og komust þannig yfir mikið magn nýrra riffla og annarra nauðsynja.
 
Hersveitir Lettow-Vorbeck uxu ört með því að ráða til sín afríska hermenn og taldi að lokum um 14,000 manns. Lettow-Vorbeck talaði [[Svahílí]] reiprennandi og vann sér því inn virðingu og aðdáun afrískra hermanna sinna. Hann gerði afríska hermenn að liðsforingjum og sagði þeim: „Hér erum við allir Afríkumenn.“<ref>Garfield, ''The Meinertzhagen Mystery'', bls. 85.</ref> „Líklega mat enginn annar hvítur herforingi þessa tíma Afríkumenn eins mikils, bæði sem hermenn og sem menn,“ segir sagnfræðingurinn Charles Miller um Lettow-Vorbeck.<ref>Miller, Charles (1974), ''Battle for the Bundu, The First World War in East Africa'' p. 38.</ref>