„Internetið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 85.220.40.15 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Addbot
Comp.arch (spjall | framlög)
.is vs. .com etc.
Lína 1:
[[Mynd:Internet_map_1024.jpg|thumb|right|Myndræn framsetning á tengingum hluta Internetsins.]]
'''Internetið''' eða '''netið''' (óvíða '''Alnetið''') er alþjóðlegt kerfi [[tölvunet]]a sem nota [[IP]]-samskiptastaðalinn til að tengja saman [[tölva|tölvur]] um allan heim og myndar þannig undirstöðu undir ýmsar [[netþjónusta|netþjónustur]], eins og [[veraldarvefurinn|veraldarvefinn]], [[tölvupóstur|tölvupóst]] og fleira. Í daglegu tali er því oft ruglað saman við veraldarvefinn, en hann er bara ein þjónusta af mörgum sem hægt er að nálgast á Internetinu.
 
Lína 5:
 
Internetið er upprunnið í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og er enn að mestu á forræði þeirra. Internetið er ekki miðstýrt en bandaríska einkafyrirtækið [[ICANN]] hefur yfirumsjón með mikilvægustu [[nafnrými|nafnrýmum]] Internetsins, [[IP-tala|IP-talnakerfinu]] og [[Internetlén|lénakerfinu]], þar á meðal úthlutun [[rótarlén]]a. Fyrirtækið rekur stofnunina [[IANA]] samkvæmt samkomulagi við [[ríkisstjórn]] [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] frá [[1998]] en áður var hún rekin af upplýsingatæknistofnun [[University of Southern California]].
 
Á Íslandi er boðið upp á lénin sem enda á ''.is'' en þó er ekki öll sú lén á íslensku né endilega á Íslandi. Sum eru í eigu erlendra fyrirtækja en íslensk fyrirtæki geta líka staðsett vélbúnað sem þjónar þeim á erlendri grundu/erlendum IP tölum. Á sama hátt eru t.d. sumar íslenskar síður á léni sem einhverju öðru léni, oftast ''.com'', en t.d. líka ''.org'' sbr. þessa síðu, en íslenskan segir ekki endilega til um að síðan sé staðsett hér á landi. IP-tölur, en ekki lén (eða tungumál), ráða hvort gögn (niðurhalin, e. downloaded) komi frá útlöndum og oft er rukkað hærra gjald en það er að ræða.
 
== Saga ==
Lína 12 ⟶ 14:
Roberts varð síðan yfirmaður í verkefninu og þróaði fyrstu útgáfuna af því sem síðar varð [[ARPANET]]. Netið var sett upp [[29. október]] [[1969]] milli [[Kaliforníuháskóli í Los Angeles|Kaliforníuháskóla í Los Angeles]] og [[Stanford Research Institute]] í [[Kalifornía|Kaliforníu]] sem var undir stjórn frumkvöðulsins [[Douglas Engelbart]]. Upphaflega notaðist netið við samskiptastaðalinn [[Network Control Program]] (NCP) en [[1983]] skipti ARPANET yfir í [[TCP/IP]] sem var mun sveigjanlegri staðall. Nafnið „Internet“ var fyrst notað til að lýsa neti byggðu á TCP/IP-samskiptareglunum árið 1974. 1987 varð til [[NSFNET]] sem tengdi háskóla í Bandaríkjunum og víðar og opnaði Internetið fyrir almennri notkun.
 
Fyrsta tengingin við netið frá öðru landi var við rannsóknarstofnunina [[NORSAR]] í [[Noregur|Noregi]] og [[University College London]] um [[gervihnöttur|gervihnött]] árið 1973. Á [[Ísland]]i tengdist [[Hafrannsóknarstofnun]] [[EUnet]] með [[UUCP]]-tengingu árið 1986 og [[Orkustofnun]] og [[Reiknistofnun Háskóla Íslands]] tengdust henni, en fyrsta IP-tengingin við útlönd var frá [[Tæknigarður|Tæknigarði]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] [[21. júlí]] [[1989]]. Áætlaður fjöldi Íslendinga á Internetinu var um 5 þúsund árið 1995 (þar af 3 þúsund virkir) en aðeins 10 tölvur á Íslandi voru nettengdar árið 1988.<ref>[httphttsp://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2723942 Mál málanna í íslenskum tölvuheimi í dag]</ref>
 
Upphaflega var Internetið hugsað fyrst og fremst til að tengja saman opinberar stofnanir, rannsóknarstofnanir og háskóla en árið 1988 var opnað fyrir tengingar við net sem rekin voru í hagnaðarskyni. Fyrsta tengingin var við [[MCI Mail]], einkarekna tölvupóstþjónustu sem hafði verið stofnuð árið 1983. Einkareknir þjónustuaðilar urðu til sem buðu upp á tengingu við heimili og fyrirtæki um [[mótald]] gegn gjaldi og önnur vinsæl net, eins og [[Usenet]] og [[BITNET]], tengdust Internetinu og sameinuðust því síðar.