„2013“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 36:
 
=== Mars ===
[[Mynd:Francis_Inauguration_fc10.jpg|thumb|right|Vígsla Frans páfa 19. mars.]]
* [[6. mars]] - Á skömmum tíma snjóaði mikið og hvessti veður á Íslandi. Færð varð mjög slæm víða um land og 15 til 20 bíla árekstur varð á [[Hafnarfjarðarvegur|Hafnarfjarðarvegi]] við [[Kópavogslækur|Kópavogslæk]].
* [[12. mars]] - Íbúar [[Falklandseyjar|Falklandseyja]] kusu að vera áfram hluti [[Bretland]]s í þjóðaratkvæðagreiðslu.
* [[13. mars]] - [[Jorge Mario Bergoglio]] var kjörinn [[páfi]] og tók sér nafnið [[Frans páfi|Frans]].
* [[14. mars]] - [[Xi Jinping]] varð forseti Kína.
* [[19. mars]] - 98 létust í röð samræmdra hryðjuverkaárása í [[Bagdad]] og annars staðar í norðurhluta Írak.
* [[20. mars]] - Kvikmyndin ''[[Queen of Montreuil]]'' var frumsýnd.
* [[24. mars]] - Forseti Mið-Afríkulýðveldisins, [[François Bozizé]], flúði til Austur-Kongó þegar uppreisnarmenn náðu höfuðborginni, [[Bangví]], á sitt vald.
* [[25. mars]] - Evrópusambandið samþykkti 10 milljarða evra björgunarpakka handa [[Kýpur]].
* [[27. mars]] - [[Kanada]] dró sig út úr [[Samningur Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun|samningi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn eyðimerkurmyndun]].
* [[29. mars]] - Stjórn [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]] lýsti yfir stríðsástandi gagnvart Suður-Kóreu.
* [[31. mars]] - Fyrsta tilvikið þar sem fuglaflensuveiran [[H7N9]] smitaðist í mann greindist í Kína.
 
=== Apríl ===
* [[27. apríl]] - [[Alþingiskosningar 2013|Alþingiskosningar]] voru haldnar á Íslandi. [[Framsóknarflokkurinn]] vann stórsigur og bætti við sig 10 þingmönnum.