„Hvalsey“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
Bærinn og kirkjan í '''Hvalseyjarfirði''' (í sumum heimildum er kirkjustaðurinn nefndnefndur '''Hvalsey''') er ein af þekktari stöðum frá tímum norrænna manna á [[Grænland]]i. Er það bæði að þar eru mestu rústir uppistandandi frá þessum tímum og að síðustu rituðu heimildir frá norrænum Grænlendingunum fjalla um þennan stað. Í Landnámubók er Þorkell farserkur nefndur sem landnámsmaður þar, einnig er sagt að hann hafi verið heygður í túninu og gengið aftur til að fylgjast með afkomendum sínum. Hvalseyjarfjörður var í miðri [[Eystribyggð]] ekki langt frá [[Brattahlíð|Bröttuhlíð]] og biskupssetrinu á [[Garðar (Grænlandi)|Görðum]].
Hvalseyjarfjörður er í næsta nágrenni við [[Qaqortoq]], höfuðbyggð Suður-Grænlands, og nefnist nú Qaqortukulooq, fjörðurinn sjálfur Qaqortup Imaa og eyjan Hvalsey heitir Arpatsivik.