„Búddismi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 185.225.208.46 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Umittèram
Merki: Afturköllun
Eniisi Lisika (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Óvíst er hversu marga má telja sem búddista í heiminum, í mörgum þeirra landa þar sem búddismi hefur mikil áhrif, til dæmis Kína og Japan, telur fólk sig oft til margra trúfélaga samtímis. En sennilega má álykta að fjöldi búddista sé á bilinu 200 til 500 milljónir. Oft er talað um að um 380 milljónir fylgi kenningum Búdda og gerir það búddisma að fjórðu stærstu trúarbrögðum heimsins.<ref>[http://www.adherents.com/Religions_By_Adherents.html#Buddhism Töluupplýsingar um trúarbrögð frá Adherents]</ref> Búddistar á austurlöndum hafa ekki notað þetta nafn heldur kallað sig fylgjendur ''dhamma/dharma''. Þeir tala oft um kjarna trúarinnar sem gimsteinana þrjá: ''Búdda'', ''dhamma/dharma'' og ''sangha'', það er læriföðurinn, kenningin og söfnuðurinn.
 
Til eru mjög mismunandi stefnur innan búddismans sem eru mótaðar af ýmsum siðum og venjum. Helstu greinar búddismans eru [[theravada|''theravada'']] (kenning öldunganna) og [[mahāyāna|''mahāyāna'']] (stóri vagninn). Stundum er [[vajrayāna]]-greinin talin sem sjálfstæð þriðja greinin en oftast er hún talin undirgrein mahayana.
 
== Hugtök ==
Lína 20:
[[Mynd:Buddha 1251876.jpg|thumb|Búdda í lótusstellingu]]
{{Aðalgrein|Gautama Búdda}}
 
Sá sem er nefndur sem stofnandi búddismans og sem trúin er kennd við hét Siddharta Gátama (á sanskrít). Fátt er í raun vitað með vissu um hann. Meðal annars er óvíst um hvenær hann lifði. Lengi var það talið að hann hafi lifað milli 623 f. Kr. og 543 f. Kr., margir sagnfræðingar á seinni hluta 20. aldar töldu hann hafa lifað milli 563 f. Kr. og 483 f. Kr.<ref>Haukur Már Helgason. „Hvað er búddismi?“. Vísindavefurinn 26.9.2000. http://visindavefur.is/?id=938. (Skoðað 7.5.2010).</ref><ref>H. Bechert 1991/1993/1997.</ref> Samkvæmt opinberu tímatali búddista var haldið upp á 2500 ára afmæli Gátama Búdda árið [[1956]].
 
Samkvæmt helgisögninni fæddist hann í bænum [[Rummindei]] (Lumbini á palí) þar sem nú er [[Nepal]] og var indverskur prins. Það eru fremur öðru fjórir atburðir og staðir tengdir þeim sem eru mikilvægir í frásögum búddista um líf Gátama Buddha: Fæðing og æskuár í Lumbini í konungsríkinu [[Kapilavastu]], uppvöknun hans undir bodhi-trénu í [[Bodh Gaya]], fyrsti fyrirlestur hans í [[Saranath]] og andlát hans og innganga í nirvana í [[Kusinagar]]. Þessir fjórir staðir urðu snemma mikilvægir pílagrímastaðir og eru enn. Sögur í máli og myndum um líf búdda hafa verið mikilvægar í trúboði og skilningi á kenningum búddismans.
Lína 79 ⟶ 80:
== Sangha ==
[[Mynd:Thai Buddhist Monk in worship.jpg|thumb|250 px|Taílenskir munkar bíða eftir ölmusu]]
Gátama Búdda stofnaði bæði [[munkur|munka-]] og [[Nunna|nunnureglur]] með það fyrir augum að halda kenningunni (''dhamma'') lifandi og til að vera fyrirmynd leikmanna. Þessar munka- og nunnureglur eru kallaðar ''sangha''. Reglur fyrir hegðun og starf munka og nunna eru skráðar í helgiritinu [[Tripitaka]] og eru virtar af flestum greinum búddisma. Þó hafa þær sumar aðlagað þær og lagt til nýjar reglur.
 
Munkar og nunnur yfirgefa fjölskyldur sínar og gefa allar persónulegar eigur og afsegja sér öllu veraldlegu vafstri. Í flestum tilfellum lifa þau eingöngu á gjöfum leikmanna. Margir stunda fræðslu í dhamma/dharma og einstaka munkar og nunnur stunda venjuleg störf. Aðalverk munka og nunna er að vinna að því að ná valdi á hugsunum sínum og tilfinningalífi, aðalverkfærin eru bænir og hugleiðsla.
Lína 106 ⟶ 107:
Mahāyāna („farið meira eða stóri vagninn“) varð til á Indlandi fyrir um það bil tvö þúsund árum. Fylgismenn þessarar greinar gangrýndu theravada fyrir að vera of þröngur vegur, að einungis þeir sem hefðu möguleika að verða munkar eða nunnur og gætu notað allan sinn tíma til hugleiðslu gætu náð nirvana. Mahayana-búddistarnir sjá fyrir sér að hægt væri að gefa öllum mönnum möguleika á að ná nirvana. Fyrir mahayana-búddista er það miklu virðingarmeira og eftirsóknarverðara að gerast bodhisattva en verða arhat og ná nirvana sjálfur. Bodhisattva er sá sem er upplýstur en kýs að fresta nirvana og velur að aðstoða aðra í andlegri þróun. Þannig rýfur hann ekki samsara og heldur áfram í hringrás endurfæðingar. Það er innan þess hluta Mahāyāna búddisma sem trúir á endurfæðingu.
 
Í viðbót við Tripitaka-textana nota mahayana-búddistar allmarga seinni tíma helgitexta, allflestir þeirra skráðir um árið [[100|100 e. Kr.]] Mahayana-búddistar nota hugtök úr fornindverska tungumálinu [[sanskrít]] og helgirit þeirra, ásamt Tripitaka, eru upphaflega á því tungumáli. Þar að auki eru ýmsar greinar innan mahayana sem nota hugtök úr öðrum málum. Innan mahayana eru margar greinar sem hafa mjög mismunandi túlkun á ýmsum atriðum kenningarinnar og aðferðum að ná uppljómun. Má þar nefna ýmsar vajrayana-greinar sem einkennast mjög af dulúð og leyndardómum, [[Tíbetskur búddismi|tíbetskan búddisma]] sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá ''vajrayana'', [[zen]] (sem heitir ''Tjan'' á [[kínverska|kínversku]] og ''sön'' á [[kóreska|kóresku]]), sem einkum snýst um [[hugleiðsla|hugleiðslu]], og grein ''hins Hreina lands'' sem treystir helst á aðstoð búddans ''Amitabha'' við að ná nirvana.
 
Mahayana-greinar búddisma eru megintrú eða mikilvæg trúarbrögð í [[Japan]], [[Kína]], [[Kórea|Kóreu]], [[Mongólía|Mongólíu]] og [[Víetnam]].
Lína 112 ⟶ 113:
=== Vajrayāna ===
{{Aðalgrein|Vajrayāna}}
 
''Vajrayana'' („Demantavagninn“) (sem einnig er nefnt ''Mantrayana'', ''Tantrayana'', ''tantrískur'' eða [[dulhyggja|dulhyggju-búddismi]]) er oft talinn hluti af mahayana-greininni enda hafa þessar greinar sameiginlegan skilning á höfuðatriðum kenningarinnar. Vajrayana hefur þó lagt til andlegar aðferðir sem ekki eru stundaðar af öðrum búddistum. Þar má nefna hugleiðslu sem er beint að ákveðnum þáttum búddatilverunnar og þar sem reynt er að sjá sig sem búdda. Í hugleiðslu fylgjenda vajrayana eru einnig notaðar [[mandala|mandölur]] og [[mantra|möntrur]]. Mantra er hljóðsamsetning sem er endurtekin aftur og aftur. Þekktast mantran er sennilega ''om mani padme hum'' sem oft er þýtt sem „eðalsteinninn í lótusnum“ en samkvæmt seinni tíma fræðimönnum er það helginafn á bodhisattvanum ''Avalokiteshvara''.<ref>Lopez, D. 1998</ref> Tíbetar trúa því að [[Dalai Lama]] sé Avalokiteshvara endurfæddur.<ref>sbr. EMB. „Hver er dalai lama? “. Vísindavefurinn 15.6.2001. http://visindavefur.is/?id=1712. (Skoðað 8.2.2011).</ref>
 
=== Samanburður á theravada og mahayana ===
Lína 127 ⟶ 129:
Í theravada-hefð er lítil áhersla lögð á helgiathafnir og þær sem stundaðar eru hafa fylgt trúnni frá upphafi. Það er því lítill munur á helgiathöfnum theravada-búddista hvar sem þeir eru. Öfugt er farið í mahayana þar sem mikil áhersla er á alls konar helgiathafnir og byggja þær að mestu á siðum og venjum hvers svæðis. Það gerir að mahayana er oft álitin vera mun alþýðlegri trú þar sem form skipti meiru máli en innihald. Þetta gerir einnig að mahayana-trúin er meir og minna uppblönduð af áhrifum frá alþýðutrú og öðrum trúarhefðum. Þó er í raun munurinn á þessum tveimur höfuðgreinum búddismans hvað þetta varðar ekki svo mikill í huga og framkvæmd alþýðufólks, hjá þeim sem fylgja theravada-búddisma er alls kyns hjátrú og gamlar hefðir mikilvægur þáttur í trú og trúarathöfnum.
 
Innan mahayana-greinar búddismans eru fjöldi mjög ólíkra trúarstefna sem deila sín á milli. Má þar nefna: tíbetanskan búddisma, zen (eða ''Ch'an''), nichiren-búddismi og vajrayāna. Innan theravada er hins vegar einungis ein kenning sem kemur í veg fyrir trúardeilur en hindrar um leið að nýjar hugmyndir vaxi fram eða nýir fletir á trúnni séu skoðaðir. Theravada-greinin er því í sjálfu sér íhaldsöm og álíta fylgismenn hennar það vera aðalsmerki því þá fylgi menn kenningum búdda í raun. Fylgjendum mahayana-greinarinnar hefur hins vegar tekist að ná víða með trúboði með því að vera opnir fyrir nýjum hugsunum og áhrifum utanað.
 
== Búddismi og tedrykkja ==