„Paul Kagame“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Forsætisráðherra | nafn = Paul Kagame | búseta = | mynd = Paul Kagame 2014.jpg | myndastærð = 200px | myndatexti1 = {{small|Kagame árið...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 38:
Samhliða árásunum á Hútúabúðirnar stóð Kagame fyrir tveimur innrásum í Saír. Í [[Fyrra Kongóstríðið|fyrri innrásinni]] (1996–97) steyptu rúandskir og úgandskir hermenn einræðisherranum [[Mobutu Sese Seko]] af stóli og komu uppreisnarmanninum [[Laurent-Désiré Kabila]] (sem breytti nafni landsins í [[Lýðræðislega lýðveldið Kongó]]) til valda. Kagame gerði aðra innrás næsta ár gegn ríkisstjórn Kabila (og síðar sonar hans, [[Joseph Kabila|Joseph]]) eftir að Kabila rak herafla Rúanda- og Úgandamanna úr landinu. Stríðið stigmagnaðist og varð að [[Seinna Kongóstríðið|meiriháttar styrjöld]] sem endaði ekki fyrr en með friðarsáttmála árið 2003.
 
Sem forseti hefur Kagame lagt áherslu á [[Þróunarland|þróun landsins]] og hratt af stað herferð til þess að gera Rúanda að miðtekjulandi fyrir árið 2020. Árið 2013 hafði landið náð miklum framförum, þar á meðal í heilsugæslu og menntun. Auk þess blómstraði einkageirinn, spilling var nánast upprætt og glæpatíðni lækkaði verulega.<ref>{{Cite news |title=Er lýðræði dragbítur á hagvöxt? |date=29. september 2013 |accessdate=22. maí 2018|publisher=''[[Morgunblaðið]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6058497}}</ref> Kagame hefur haldið góðu sambandi við Austur-Afríkuríkin og við Bandaríkin en samband hans við Frakkland var hins vegar stirt til ársins 2009. Sambandið við Kongó er einnig spennuþrungið þrátt fyrir vopnahléð sem samið var um árið 2003. Í skjölum sem lekið hefur verið af Sameinuðu þjóðunum er Kagame sakaður um að styðja tvo uppreisnarhópa í Kongó, en Kagame hefur neitað ásökuninni. Nokkur ríki hættu að greiða fé í þróunarhjálp til Rúanda vegna ásakananna. Kagame er vinsæll í Rúanda og meðal sumra erlendra eftirlitsmanna en mannréttindahópar hafa þó sakað hann um að stunda bælingu á pólitísku andófi. Hann vann forsetakjörið í Rúanda árið 2003 og var endurkjörinn árið 2010. Kagame var endurkjörinn á ný árið 2017 og samkvæmt nýjum stjórnarskrárbreytingum gæti hann setið áfram sem forseti allt til ársins 2034.<ref>{{cite web|url=https://www.reuters.com/article/us-rwanda-president-idUSKCN0SN24W20151029|title=Rwandan parliament agrees to extend Kagame's rule|first=Clement|last=Uwiringiyimana|date=October 29, 2015|publisher=Reuters}}</ref>
 
Síðan í janúar 2018 hefur Kagame verið formaður [[Afríkusambandið|Afríkusambandsins]].<ref name="Kagame1">{{cite web|title=Kagame takes over AU leadership, commits to visa-free regime|url=http://www.africanews.com/2018/01/28/kagame-takes-over-au-leadership-commits-to-visa-free-regime/|website=Africa News |accessdate=28 January 2018}}</ref>