„Fyrra Kongóstríðið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Rúandskar flóttamannabúðir í austurhluta Saír árið 1994. '''Fyrra Kongóstríðið''' (1996–1997) var erlend innr...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Fyrra Kongóstríðið''' (1996–1997) var erlend innrás í [[Saír]] (nú [[Austur-Kongó]]) sem steypti einræðisherranum [[Mobutu Sese Seko]] af stóli og kom hans í stað til valda uppreisnarleiðtoganum [[Laurent-Désiré Kabila]]. Kveikjan að innrásinni var óstöðugleiki sem myndast hafði í austurhluta Saír í kjölfar [[Þjóðarmorðið í Rúanda|þjóðarmorðsins í Rúanda]]. Staða hinnar gerspilltu ríkisstjórnar Mobutu í [[Kinsasa]] hafði veikst til muna og margir bæði innan og utan Saír hugsuðu sér gott til glóðarinnar með því að losa sig við hann.
 
Eftir ósigur Mobutu var Saír endurnefnt [[Austur-Kongó|Lýðræðislega lýðveldið Kongó]] (''République Démocratique du Congo'') en fátt breyttist í reynd. Kabila var fljótur að espa upp bandamenn sína frá [[Rúanda]] og [[Úganda]] sem höfðu komið honum til valda. Af ótta við að valdarán yrði framið gegn sér rak hann alla rúandska og úgandska hermenn úr landinu en með þessu hratt hann af stað [[Seinna Kongóstríðið|síðara Kongóstríðinu]], sem byrjaði næsta ár. Sumir sagnfræðingar líta frekar á bæði stríðin sem eina styrjöld.<ref>''Til dæmis'': Reyntjens, Filip. The Great African War: Congo and Regional Geopolitics, 1996–2006. Cambridge: Cambridge UP, 2009. p. 194</ref>
 
==Saga==