„Vestfirðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Mannfjöldi.
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
Norðurhluti [[Breiðafjörður|Breiðafjarðar]] telst einnig til Vestfjarða. Frá [[Bitrufjörður|Bitrufirði]] að botni Gilsfjarðar er stutt leið, og svæðið er þannig vel landfræðilega afmarkað. Svæðið einkennist af djúpum [[fjörður|fjörðum]], miklu fuglalífi og auðugum fiskimiðum. Þar bjuggu á miðöldum helstu auðmenn Íslands. Áður fyrr byggði afkoma fólks að mestu leyti á sjósókn, hlunnindum og hefðbundnum búskap. Á Vestfjörðum eru margir bæir og þorp þar sem afkoman byggir að stærstum hluta á sjávarútvegi og þjónustu.
[[Látrabjarg]] vestasti oddi Íslands er á Vestfjörðum. Jarðmyndanir eru yngri eftir því sem lengra dregur til suðvesturs, Göltur, 445 m y.s., og Öskubakur, 517 m y.s., eru brattar og skriðurunnar fjallshlíðar sín hvorum megin við Keflavík hjá Galtarvita, sem liggur milli Súgandafjarðar og Skálavíkur
[[Látrabjarg]] vestasti oddi Íslands er á Vestfjörðum.
 
== Jarðfræði og jarðsaga Vestfjarða ==
Mestur hluti Vestfjarða er háslétta með fjörðum og dölum sem myndast hafa þegar ísaldarjökull gróf sig niður. Víða í fjallshlíðum og þá sérstaklega þeim sem snúa gegnd norðri eru hvilftir (skála eða botnar). Botn þessara hvilfta er í allt að 500 m hæð innst í fjörðum en er víða um 100 m fremst á útnesjum. Elstu jarðlög á Íslandi er að finna neðst í fjöllum á annesjum á Vestfjörðum. Elstu jarðlögin eru neðst í fjallshlíðunum Öskubak og Gelti en þær eru sitt hvorum megin við Keflavík hjá Galtavita milli Súgandafjarðar og Skálavíkur.
 
Vestfirðir skiptust áður í fimm [[sýslur á Íslandi|sýslur]]: [[Austur-Barðastrandarsýsla|Austur-Barðastrandarsýslu]], [[Vestur-Barðastrandarsýsla|Vestur-Barðastrandarsýslu]], [[Vestur-Ísafjarðarsýsla|Vestur-Ísafjarðarsýslu]], [[Norður-Ísafjarðarsýsla|Norður-Ísafjarðarsýslu]] og [[Strandasýsla|Strandasýslu]], en nú er venja að tala fremur um Barðastrandarsýslu, Ísafjarðarsýslur og Strandir.