„Luton Town“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
uppfæri
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Luton Town''' er [[England|enskt]] [[Knattspyrna|knattspyrnufélag]] sem spilar í [[Enska önnurfyrsta deildinndeildin|ensku annarrifyrstu deildinni]]. Liðið er frá samnefndri borg í [[Bedfordshire|Bedford-skíri]] og var stofnað árið 1885. Heimavöllur þess frá árinu 1905 nefnist [[Kenilworth Road]]. Gullaldarár Luton Town voru frá 1982 til 1992, þegar félagið átti sæti í efstu deild og vann deildarbikarinn árið 1988.
 
== Saga ==
Lína 64:
Með þrjátíu stiga frádrátt, sem mun vera einsdæmi í knattspyrnusögunni, átti Luton Town aldrei möguleika á að halda sér uppi. Liðið endaði í 24. og neðsta sæti deildarinnar, en án stigafrádráttar hefði 15. sætið orðið raunin. Luton Town var því fallið úr deildarkeppninni í fyrsta sinn frá 1920. Stuðningsmenn gátu þó sleikt sárin þegar Luton Town sigraði í bikarkeppni liða úr þriðju og fjórðu efstu deild, eftir 3:2 sigur á Scunthorpe á Wembley í dramatískum úrslitaleik. Af 55 þúsund áhorfendum á leiknum var áætlað að um 40 þúsund hefðu verið á bandi Luton Town og létu þeir stjórnarformann ensku deildarkeppninnar óspart heyra það meðan á verðlaunaafhendingunni stóð.
 
=== Horft til framtíðar (2009 - 20172018) ===
[[Mynd:Nathan_Jones_(Welsh_footballer).jpg|thumb|right|Nathan Jones er knattspyrnustjóri Luton Town.]] Leikmenn og stuðningsmenn Luton Town voru lengi að venjast lífinu í utandeildarkeppninni. Á hverju hausti spáðu veðbankar liðinu toppsætinu, en fjögur ár í röð brugðust þær vonir. Fyrsta árið hafnaði liðið í öðru sæti, þá í þriðja og því næst í fimmta sæti. Í öll skiptin dugði árangurinn til að komast í umspil, en alltaf töpuðu Luton-menn þeirri keppni: tvisvar í fyrri umferðinni og einu sinni í úrslitaleik á Wembley. Veturinn 2012-13 komst Luton Town ekki einu sinni í umspilskeppnina, hafnaði í sjöunda sæti. Það ár náði liðið hins vegar besta árangri sínum í ensku bikarkeppninni um langt árabil, fór í 16-liða úrslit eftir að hafa sigrað Úrvalsdeildarlið [[Norwich City F.C.|Norwich]] 1:0 á útivelli. Á þessum árum skipti Luton nær árlega um knattspyrnustjóra.
 
John Still, gamalreyndur stjóri sem náð hafði góðum árangri með efnalítil neðrideildarlið, tók við stjórnartaumunum og veturinn 2013-14 tryggði Luton Town sér sæti í deildarkeppninni á nýjan leik eftir að hafa unnið utandeildarkeppnina með miklum yfirburðum. Ekki tókst að fylgja þeim árangri nægilega vel eftir og næstu tvö árin hafnaði Luton rétt um miðbik fjórðu efstu deildar, fyrst undir stjórn Johns Still en síðar [[Wales|Walesverjans]] Nathans Jones. Á sínu fyrsta heila ári, 2016-17, skilaði Jones liðinu í fjórða sætið en féll úr leik í umspili. Markmið 2020-eigendahópsins um að komast upp um tvær deildir á næstu misserum eru þó enn við lýði, auk þess sem félagið hefur opinberað áform sín um að reisa nýjan 17 þúsund manna leikvang í miðborg Luton.
 
Leiktíðina 2017-18 tókst Luton loks að komast að nýju upp í þriðju efstu deild, eftir að hafa hafnað í öðru sæti á eftir Accrington Stanley.
 
== Einkennismerki og hefðir ==