„Egill Skalla-Grímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
m Tók aftur breytingar 193.4.142.106 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Merki: Afturköllun
Lína 2:
:''„Egill Skallagrímsson“ getur einnig átt við [[Ölgerðin Egill Skallagrímsson|Ölgerðina Egil Skallagrímsson]].''
 
'''Egill Skalla-Grímsson''' (eða '''Skallagrímsson''', ~[[910]] – ~[[990]]) var [[höfðingi]] á [[Ísland]]i á [[víkingaöld]]. Um hann er fjallað í [[Egils saga|Egils sögu]]. Kona hans var Ásgerður Björnsdóttir en hún var áður gift Þórólfi, bróður Egils sem lést í orrustu milli Englendinga og Skota þar sem þeir bræður voru í liði Aðalsteins Englandskonungs.
 
== Ævi ==
Egill SkallaGrímssonSkalla-Grímsson fæddist líklega árið [[910]] á [[Borg á Mýrum]]. Hann tilheyrir fyrstu kynslóð Íslendinga. Egill var sonur hjónanna [[Skalla-Grímur Kveld-Úlfsson|Gríms Úlfssonar]], sem kallaður var Skallagrímur, og Beru Yngvarsdóttur en þau settust að á Íslandi ásamt öðru flóttafólki frá [[Noregur|Noregi]] við upphaf [[landnám]]s.
 
Egill var frá unga aldri mikill hermaður. Hann stundaði hernað og barðist víða um lönd, bæði sem víkingur og sem málaliði í þjónustu konunga. Sagan segir að hann hafi framið sitt fyrsta víg sjö ára gamall, þegar hann vó Grím Heggsson á [[Hvítárvellir|Hvítárvöllum]]. Í kjölfar þess og deilna sem upphófust í framhaldi af víginu sagði Bera, móðir Egils, hann vera víkingsefni og að það lægi fyrir að honum yrði fengið skip þegar hann hefði aldur til. Þá kvað Egill: