„Neuchâtel (fylki)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 62 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q12738
Lína 27:
Héraðið var hluti af [[Heilaga rómverska ríkið|þýska ríkinu]] síðan [[1032]], en var áður hluti af Búrgúnd. Keisararnir veittu héraðinu hinum ýmsum greifum að léni. [[1643]] varð Neuchâtel að furstadæmi. Það gerði friðarsamning við Bern, en síðar við Sviss. Árið [[1707]] erfði Friðrik Prússakonungur héraðið Neuchâtel. Þegar Frakkar hertóku Sviss [[1798]], létu þeir Neuchâtel í friði, enda ríkti friður milli Frakklands og Prússlands þá. Það var ekki fyrr en [[1806]] að Prússar eftirlétu [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]] héraðið, sem varð að frönsku leppríki. Franski landstjórinn þar steig hins vegar aldrei fæti í héraðið og því héldust aðstæður þar eins og áður. Við fall Napoleons [[1814]] varð Neuchâtel prússneskt furstadæmi á ný, en fékk jafnframt inngöngu í Sviss. Þetta var einstakt meðal svissneskra kantóna að tilheyra tveimur ríkjasamböndum. Á [[Vínarfundurinn|Vínarfundinum]] [[1815]] var Neuchâtel viðurkennt bæði sem ‚svissnesk kantóna og sem prússneskt furstadæmi.‘ Þetta tvíríkjasamband gat hins vegar ekki staðið til lengdar.
 
[[1831]] reyndu íbúar kantónunnar að gera uppreisn, en það var ekki víðtækt og var brotið á bak aftur. En á byltingarárinu [[1848]] var gerð önnur uppreisn. Íbúaher náði að taka helstu vígi prússneska konungsins og lýsa yfir sambandslitum við [[Prússland]]. Prússar, sem þá réðu yfir einum besta her [[Evrópa|Evrópu]] á þessum tíma, létu málið hins vegar afskiptalaust og sendu aðeins mótmælaskjal. Samin var ný stjórnarskrá í skyndi og kallaði héraðið sig nú ''Lýðveldið og kantónan Neuchâtel''. [[2. september]] [[1856]] gerðu konungssinnar hliðhollir Prússlandi gagnbyltingu og hertóku kastalann í Neuchâtel. Þar flögguðu þeir prússneska svart/hvíta fánanum. [[4. september]] söfnuðu lýðveldissinnar saman her og gerðu árás á kastalann. Konungssinnar voru sigraðir og leiðtogum þeirra varpað í fangelsi. Við þetta gat Prússakonungur ekki sætt sig við og heimtaði að öllum uppreisnarmönnum yrðu gefnar upp sakir. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu, hótaði [[Friðrik Vilhjálmur IV Prússakonungur]] stríði á hendur Sviss. Svisslendingar sjálfir undirbjuggu sig fyrir stríð og settu herflokka við [[Rín (fljót)|Rínarfljót]] í norðri landsins. [[Napoleon III]] frá Frakklandi tókst að sætta andstæðar fylkingar í [[júní]] ári síðar. Prússar hættu öllu tilkalli til Neuchâtel, en Svisslendingar slepptu öllum byltingarmönnum úr fangelsi.
 
Frekar lítið bar á [[Iðnbyltingin|iðnbyltingunni]] í Neuchâtel. Kantónan er mikið landbúnaðarhérað.
 
== Borgir ==