„Thomas-Alexandre Dumas“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21:
Christopher L. Miller, ''The French Atlantic triangle: literature and culture of the slave trade''. Duke University Press. [https://books.google.com/books?id=480BBURkreYC&pg=PA122 p.20]</ref> Faðir Thomas-Alexandre hjálpaði honum að ganga í franska herinn. Árið 1792 giftist Dumas Marie-Louise Élisabeth Labouret á meðan hann var staðsettur í [[Amiens]].<ref>Reiss (2012), ''The Black Count'', bls. 139–141.</ref>
 
Dumas barðist og lék lykilhlutverk í [[Frönsku byltingarstríðin|frönsku byltingarstríðunum]]. Dumas hafði gengið í herinn sem óbreyttur hermaður þegar hann var 24 ára en þegar hann var 31 árs var hann orðinn stórhershöfðingi 53.000 manna her í [[Alpafjöll|Alpafjöllum]]. Dumas vann sigra í Alpafjöllum sem opnuðu leið franska hersins til Ítalíu, þar sem þeir háðu stríð við [[austurríska keisaradæmið]]. Í Ítalíuherförinni gáfu austurrískir hermenn Dumas viðurnefnið ''Schwarzer Teufel'' („Svarti djöfullinn“ eða ''Diable Noir'' á frönsku).<ref>Frásögn aðstoðarmanns Dumas, Dermoncourt, tilvitnun eftir Alexandre Dumas, ''père'', ''Mes mémoires'', v. 1 (Paris, 1881), 110.</ref> Frakkar, þar á meðal [[Napóleon Bónaparte|Napóleon]], kölluðu Dumas „''Horatius Coclès'' Týrólhéraðsins“<ref>[[Alexandre Dumas eldri|Alexandre Dumas]], ''père'', ''Mes mémoires'', v. 1 (Paris, 1881), 127.</ref> (í höfuðið á stríðshetju sem hafði bjargað Róm til forna<ref>Tom Reiss, ''The Black Count: Glory, Revolution, Betrayal, and the Real Count of Monte Cristo'' (New York: Crown Publishers, 2012), 213.</ref>) fyrir að sigra her óvina við brú yfir Isarco-fljót.
 
Dumas var herforingi í riddaraliðssveit í [[Egyptalandsherför Napóleons|innrás Frakka í Egyptaland]]. Er franski herinn gekk frá [[Alexandría|Alexandríu]] til [[Kaíró]] komst Dumas upp á kant við yfirherforingja leiðangursins, [[Napóleon Bónaparte]], sem hann þekkti úr Ítalíuherförunum. Dumas sigldi frá [[Egyptaland]]i í mars árið 1799 en hann neyddist til að koma að landi í [[Konungsríkið Napólí|konungsríkinu Napólí]], þar sem hann var tekinn til fanga og fleygt í dýflissu. Þar fékk hann að dúsa til vorsins 1801.
 
Dumas sneri heim til Frakklands eftir að honum var sleppt og eignaðist son með eiginkonu sinni. Sonurinn var [[Alexandre Dumas eldri|Alexandre Dumas]], sem átti síðar eftir að verða einn vinsælasti rithöfundur Frakklands. Margar persónur og sögur Alexandre Dumas voru byggðar á ævi föður hans.<ref>Reiss (2012), ''[[The Black Count: Glory, Revolution, Betrayal, and the Real Count of Monte Cristo|The Black Count]]'', pp. 12–14. See also Gilles Henry, ''Les Dumas: Le secret de Monte Cristo'' (Paris: France-Empire, 1999). ''Alexandre Dumas: A Biography and Study'' (London: Cassell and Co., 1950), 7.</ref> Sonarsonur Dumas hershöfðingja, [[Alexandre Dumas yngri]], varð einnig þekkt leikskáld á seinni hluta nítjándu aldar. Annar sonarsonur hans, Henry Bauër, varð þekktur leikhúsgagnrýnandi á sama tímabili.<ref>Marcel Cerf, ''Le mousquetaire de la plume: La vie d'un grand critique dramatique, Henry Bauër, fils naturel d'Alexandre Dumas, 1851–1915'' (Paris: Académie d'Histoire, 1975.).</ref>
 
==Tilvísanir==