„Albrecht von Wallenstein“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Wallenstein_Hondius_1625.JPG|thumb|right|Mynd af Wallenstein frá 1625.]]
'''Albrecht Wenzel Eusebius von Wallenstein''' ([[24. september]] [[1583]] – [[25. febrúar]] [[1634]]), líka '''Albrecht von Waldstein''', var [[Bæheimur|bæheimskur]] herstjóri yfir her [[hið Heilaga rómverska ríki|hins Heilaga rómverska ríkis]] í [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðinu]]. Hann kom sér upp gríðarstórum her til að berjast gegn mótmælendum og hrakti [[Kristján 4.|Kristján 4.]] til [[Sjáland]]s sem batt endi á „danska tímabil“ styrjaldarinnar. [[Ferdinand 2. keisari]] óttaðist að Wallenstein hygði á [[valdarán]] og leysti hann því frá störfum 1630, en þegar Svíar, undir stjórn [[Gústaf 2. Adolf|Gústafs Adolfs]] höfðu unnið marga sigra á keisarahernum var hann aftur kallaður til. Hann kom sér upp her á fáum vikum og hélt gegn Svíum. Eftir [[orrustanOrrustan við Lützen (1632)|orrustuna við Lützen]] þar sem Gústaf Adolf féll, dró Wallenstein sig í hlé með her sinn. Eftir herfarir sumarsins 1633 urðu ráðamenn í Vín sannfærðir um að hann hygði á svik með bandalagi við Svía. Hann var myrtur ásamt nánustu herforingjum sínum af liði dragóna undir stjórn írskra og skoskra foringja.
 
{{commons}}