„Washington, D.C.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Frá Capitol-byggingunni liggja 4 götur, Norður-, Suður- og Austur Capitolgötur og Mall. Þær skiptu borginni í fjórðunga, na., nv., sv. og sa. Norður-suður götunum gaf Pierre númer, sem hófust á einum en austur-vestur göturnar fengu bókstafi. Skálægu breiðgöturnar fengu nöfn hinna 13 fylkja sambandsríkisins. Mall var veigamest breiðgatnanna á milli Capitol og Potomac og skyldi gefa borginni opið yfirbragð. Árið [[1800]] var lokið við forsetabústaðinn, þinghúsið og fjármálaráðuneytið svo að þingið gat komið saman í Washington í nóvember sama ár. Þá þegar var farið að tala um stórborg með 100-200 þúsund íbúum, þótt [[íbúafjöldi]]nn væri aðeins 2.464 auk 623 þræla.
 
Árið [[1814]] í [[Stríðið 1812|öðru stríði þeirra við Bandaríkin]] réðust Bretar á lítt varða borgina og brenndu hana að mestu en skýfall bjargaði því sem bjargað varð og varði hana frá algerri eyðingu. Eyðileggingin var slík, að þingið samþykkti með naumum meirihluta að endurbyggja borgina. Um nokkurra ára bil var hún meiri draumur en veruleiki. [[Charles Dickens]] skrifaði eftir heimsókn þangað: „Washington er borg hinna miklu áforma“. Virginíufylki bar sig upp vegna þess, að svæðið, sem það lagði undir Washington væri óskipulagt. Því ákvað þingið árið 1846, að skila því aftur.
 
Árið [[1863]] hófst [[borgarastyrjöld]]in og [[hergagnaiðnaður]] komst á legg. Herstjórnin og herdeildir sátu í Washington og Capitol var breytt í [[sjúkrahús]]. Að loknu stríðinu fjölgaði íbúum fljótlega vegna 40.000 frelsaðra þræla sem settust þar að. Eftir [[1870]] fjölgaði íbúðar- og stjórn-sýslubyggingum svo mikið að farið var að kalla Washington þjóðarsviðið. Árið [[1887]] fundust aftur hinar gleymdu teikningar L'Enfants en ekki var farið að nota þær aftur fyrr en um [[1900]].