„Meiji keisari“: Munur á milli breytinga

754 bætum bætt við ,  fyrir 4 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
{{konungur
[[File:Black and white photo of emperor Meiji of Japan.jpg|thumb|right|Meiji keisari]]
| titill = [[Keisari Japans]]
| ætt = [[Japanska keisaraættin]]
| skjaldarmerki = Flag of the Japanese Emperor.svg
| nafn = Meiji </br> 明治天皇
[[File:| mynd = Black and white photo of emperor Meiji of Japan.jpg|thumb|right|Meiji keisari]]
| skírnarnafn = Mutsuhito (睦仁)
| trúarbrögð = [[Sjintóismi]]
| fæðingardagur = [[3. nóvember]] [[1852]]
| fæðingarstaður = Kýótó, Japan
| dánardagur = [[30. júlí]] [[1912]]
| dánarstaður = Meiji-höll, Tókýó, Japan
| grafinn = Fushimi Momoyama no Misasagi (伏見桃山陵), Kýótó
| ríkisár = [[3. febrúar]] [[1867]] – [[30. júlí]] [[1912]]
| undirskrift = Meiji shomei.png
| faðir = [[Kōmei keisari]]
| móðir = [[Nakayama Yoshiko]]
| maki = [[Shōken keisaraynja|Shōken]]
| titill_maka = Keisaraynja
| börn = [[Taishō keisari|Yoshihito]], Masako, Fusako,
Nobuko, Toshiko
}}
'''Meiji keisari''' (明治天皇 á japönsku letri) ([[3. nóvember]] [[1852]] – [[30. júlí]] [[1912]]) eða '''Meiji mikli''' (明治大帝) var 122. [[keisari Japans]] samkvæmt hefðbundinni talningu. Hann ríkti frá 3. febrúar 1867 til dauðadags þann 30. júlí árið 1912. Valdatíð hans var tími mikilla breytinga í [[Japan]] er þjóðin fór í gegnum [[Iðnbyltingin|iðnbyltingu]] og breyttist úr [[lénskerfi]] í [[kapítalismi|kapítalískt]] heimsveldi.
 
 
==Valdatíð==
 
Valdatíð keisarans var nefnd Meiji-tímabilið (tímabil „upplýstrar ríkisstjórnar“ eða „upplýstra stjórnmála“) og er gjarnan líkt við öld [[Upplýsingin|Upplýsingarinnar]] í Evrópu á 18. öld. Þetta var tímabil róttækra umbóta sem gerðu Japan kleift að létta á einangrunarstefnunni sem Tokugawa-sjógunarnir höfðu viðhaldið frá 17. öld, snúa sér til vesturs, iðnvæðast og umbylta samfélags- og efnahagskerfi sínu. Með [[Meiji-endurreisnin|Meiji-endurreisninni]] fór Japan að nútímavæðast, opnast fyrir umheiminum og gera út af við lénskerfið. Meiji setti af sjógunaveldið og kom á japönsku þingi og [[stjórnarskrá]]. Hann nam úr gildi stéttaskiptingu, úthlutaði jarðeignum til bænda, kom á skólaskyldu og sendi nemendur í fjarnám til erlendra háskóla. [[Samúræi|Samúræjar]] voru innlimaðir inn í japanska herinn, sem naut þjálfunar [[Prússland|prússneskra]] herforingja.<ref>Welch, Claude Emerson. (1976). [http://books.google.com/books?id=JcTXLxWeZ00C&pg=PA161&dq=Klemens+Wilhelm+Jacob+Meckel&lr=&client=firefox-a&sig=ACfU3U2FAsuxwdVOBkW_SurRQK9CIYa8Aw ''Civilian Control of the Military: Theory and Cases from Developing Countries,'' p. 161.]</ref> Japanski herflotinn var endurnýjaður og nútímavæddur undir stjórn Meiji og átti eftir að vinna Japönum glæsta sigra gegn Kínverjum og Rússum.