Munur á milli breytinga „Vittorio Emanuele Orlando“

m
===Parísarráðstefnan===
[[File:Council of Four Versailles.jpg|250px|thumb|left|Orlando (annar frá vinstri) á friðarráðstefnunni í Versölum ásamt [[David Lloyd George]], [[Georges Clemenceau]] og [[Woodrow Wilson]].]]
Orlando var einn af himumhinum „fjórum stóru“, leiðtogum bandamannanna, á friðarráðstefnunni í París árið 1919 ásamt [[Woodrow Wilson]] Bandaríkjaforseta, [[Georges Clemenceau]] forsætisráðherra Frakklands og [[David Lloyd George]] forsætisráðherra Bretlands.<ref name=macmillanxxviii>MacMillan, ''Paris 1919'', p. xxviii</ref> Sem forsætisráðherra fór Orlando fyrir fulltrúum Ítala á ráðstefnunni en þar sem hann kunni ekki ensku og var í slæmri pólitískri stöðu heima fyrir hafði [[Sidney Sonnino]] utanríkisráðherra í reynd meiri áhrif.<ref name=macmillan274>MacMillan, ''Paris 1919'', p. 274</ref>
 
Ágreiningur milli Orlando og Sonnino var Ítölum dýrkeyptur í friðarviðræðunum. Orlando var reiðubúinn til þess að láta af kröfum Ítala til að innlima Dalmatíu og fá þess í stað [[Rijeka]], en Sonnino vildi ekki fallast á að Ítalir yrðu án Dalmatíu. Í lokin kröfðust fulltrúar Ítala beggja landsvæðanna en fengu hvorugt þar sem Wilson hélt á lofti hugsjónum um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna. Orlando studdi tillögu Japana um jafnrétti kynþátta í lok ráðstefnunnar.