Munur á milli breytinga „Austrómverska keisaradæmið“

ekkert breytingarágrip
Ríkið fór aftur að stækka undir stjórn [[Leo 3.]] (717 – 741), og á næstu öldum styrktist staða þess á Balkanskaganum og í [[Anatólía|Anatólíu]]. Ríkið náði nýjum hápunkti á tíma [[Basileios 2.|Basileiosar 2.]] (976 – 1025) og náði á þeim tíma frá suður-Ítalíu í vestri til [[Armenía|Armeníu]] í austri.
 
Eitt stærsta áfallið sem dundi á Austrómverska keisaradæminu í sögu þess var þegar [[krossferðir|krossfarar]] [[Fjórða krossferðin|fjórðu krossferðarinnar]], sem voru á leið til [[Egyptaland]]s, flæktust inn í deilur á milli [[Feneyjar|FeneyjingaFeneyinga]] og Austrómverja. Afleiðing þessa var sú að krossfararnir réðust inn í Austrómverska ríkið og hertóku Konstantínópel árið 1204. Krossfararnir stofnuðu þá ríki með höfuðborg í Konstantínópel sem kallað hefur verið [[Latneska keisaradæmið]] og stóð til ársins 1261. Þrjú önnur ríki urðu til á þeim svæðum sem áður tilheyrðu Austrómverska ríkinu. Stærst af þeim var [[Keisaradæmið í Níkeu]] sem árið 1261 náði aftur Konstantínópel á sitt vald og endurreisti þar með Austrómverska keisaradæmið.
 
Keisaradæmið stóð til allt fram til ársins [[1453]] (þó í nokkuð mikið smækkaðri mynd), þegar [[Tyrkjaveldi|Tyrkir]] náðu loks Konstantínópel. Það var helsta vígi [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúnaðarkirkjunnar]], enda [[patríarki]]nn í Konstantínópel opinberlega „fremstur meðal jafningja“ af leiðtogum kirkjunnar.