„Stanley Baldwin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
Baldwin gekk fyrst á neðri deild breska þingsins árið 1908 fyrir Bewdley og leysti þar föður sinn, Alfred Baldwin, af hólmi. Hann gegndi embættum í þjóðstjórn [[David Lloyd George|Davids Lloyd George]]. Árið 1922 stóð Baldwin manna fremst fyrir því að Íhaldsmenn bundu enda á stjórnarsamstarf sitt við Lloyd George. Í kjölfarið varð Baldwin fjármálaráðherra í Íhaldsstjórn [[Bonar Law]]. Þegar Bonar Law sagði af sér af heilsufarsástæðum árið 1923 varð Baldwin forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins. Hann kallaði til kosninga árið 1923 til að skera úr um deilumál yfir innflutningstollum og tapaði þar þingmeirihluta Íhaldsmanna. Í kjölfarið varð [[Ramsay MacDonald]] forsætisráðherra minnihlutastjórnar [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokksins]].
 
Baldwin varð forsætisráðherra á ný árið 1924 eftir að hafa unnið þingkosningar það ár. Í ríkisstjórn hans voru m. a. [[Winston Churchill]] (fjármálaráðherra) og [[Neville Chamberlain]] (heilbrigðisráðherra). Þeir juku vinsældir Íhaldsflokksins með ýmsum umbótum sem [[Frjálslyndi flokkurinn (Bretland)|Frjálslyndi flokkurinn]] hafði þá fremur verið bendlaður við. Þar á meðal voru iðnaðarsáttargerðir, atvinnuleysisbætur, hærri ellilífeyrir, uppbygging í fátækrahverfum, bygging fleiri íbúðabygginga og aukin framlög til barnseigandi kvenna. Áframhaldandi efnahagshalli og lélegur rekstur náma og iðnaðar ollu því þó að vinsældir hans döluðu. Einnig þurfti ríkisstjórn hans að glíma við almennt verkfall árið 1926 og setti árið 1927 lög til að takmarka vald stéttarfélaga.<ref>Philip Williamson, "The Conservative Party 1900 – 1939," in Chris Wrigley, ed., ''A Companion to Early 20th-Century Britain, (2003) pp 17-18</ref>
 
Baldwin tapaði með naumindum þingkosningum árið 1929 og var harðlega gagnrýndur fyrir að sitja áfram sem formaður Íhaldsflokksins. Árið 1931 stofnaði Ramsay MacDonald nýja þjóðstjórn með mörgum ráðherrum úr Íhaldsflokknum og vann mikinn meirihluta í kosningum það ár. Sem einn fjögurra Íhaldsráðherra í þjóðstjórninni tók Baldwin við ýmsum skyldum forsætisráðherrans eftir því sem heilsu MacDonald hrakaði. Þessi ríkisstjórn vann að því að veita Indlandi aukna heimastjórn, en þann verknað gagnrýndu Churchill og margir aðrir Íhaldsmenn. Í lagasetningu árið 1931 voru Kanada, Ástralía, Nýja-Sjáland og Suður-Afríka gerð að sjálfsstjórnarsvæðum og skref tekin að stofnun [[Breska samveldið|breska samveldisins]]. Sem flokksformaður beitti Baldwin ýmsum nýstárlegum aðferðum í almenningssamskiptum eins og útvarpi og kvikmyndum til að vera sýnilegur alþýðunni og jók þannig vinsældir Íhaldsflokksins.