„Brandur Sæmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lagfærði útskýringu á málshætti
Lína 9:
Um 1195 var [[Guðmundur góði Arason]] kominn í tölu helstu klerka norðanlands og hafði Brandur biskup mikið traust á honum, valdi hann t.d. skriftaföður sinn. Árið 1198 kom Guðmundur því til leiðar að Brandur vakti máls á helgi [[Þorlákur helgi Þórhallsson|Þorláks Þórhallssonar]] og sendi [[Alþingi]] vitnisburði um [[jarteikn]]ir hans. Varð það til þess að koma hreyfingu á málið, en [[Páll Jónsson]] Skálholtsbiskup hafði tregðast við.
 
Brandur biskup mælti hin frægu orð um [[Hvamm-Sturla|Hvamm-Sturlu]]: "Engi maður frýr þér vits, en meir ertu grunaður um gæsku." Að gruna er hér í fornri merkingu, þ.e. 'að draga í efa'; "grunaður um gæsku" merkir hér: 'talinn skorta góðan hug' eða: 'menn draga í efa að þú sért góðgjarn'. Eftir að orðið 'gruna' fékk nýja merkingu breyttist málshátturinn: "Engi maður frýr þér vits, en meir ertu grunaður um græsku". Orðið 'græska' merkir 'grályndi' eða 'illgirni'.
 
Brandur Sæmundsson andaðist 6. ágúst 1201, þá talsvert hrjáður af elli.