„Bandaríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Míteró (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 75:
 
=== Frá borgarastríði til nútímans ===
Á [[19. öld]] bættust mörg ný fylki við hin þrettán upphaflegu eftir því sem landið stækkaði til vesturs. Í byrjun 19. aldar börðust Bandaríkjamenn og Kanadabúar við Breta, fyrrverandi nýlenduherra sína, í [[Stríðið 1812|Stríðinu 1812]]. Þegar Texas var innlimað í Bandaríkin árið 1845 eftir að hafa verið sjálfstætt ríki í tíu ár, olli það ólgu á meðal ráðamanna í Mexíkó. Í kjölfarið brast á [[Stríð Mexíkó og Bandaríkjanna|stríð á milli landanna]] sem stóð yfir frá 1846 til 1848. Þessu stríði lauk formlega með friðarsamningi, sem kenndur er við [[Guadalupe Hidalgo-friðarsamningarnir|Guadalupe Hidalgo]] og urðu mexíkósk stjórnvöld að afsala sér stórum hluta yfirráðasvæðis síns, nánar tiltekið ríkjunum í norðri. Þessi innlimun landsvæða í Bandaríkin, hin svokölluðu Suðvesturríki, eru [[Kalifornía]], [[Nevada]] og [[Utah]] auk stórra landsvæða sem falla undir [[Nýja Mexíkó|Nýju Mexíkó]], [[Colorado]], [[Arizona]] og [[Wyoming]]. Vaxandi fólksfjöldi í austrinu og sívaxandi straumur innflytjenda frá Evrópu hvatti landnema til þess að leita vestur og ryðja hinum amerísku indíánum úr vegi í leiðinni. Á sumum svæðum hafði fjöldi þeirra dregist mjög saman vegna sjúkdóma en á öðrum svæðum voru þeir fluttir til með valdi. Útþensla Bandaríkjanna átti sér ekki aðeins stað á meginlandi Norður-Ameríku heldur komust þau yfir [[Púertó Ríkó]], [[Gvam]] og [[Filippseyjar]] með sigri í [[Spænsk-bandaríska stríðið|Spænsk-bandaríska stríðinu]]. Filipseyjar hlutu sjálfstæði árið [[1946]].
 
[[Mynd:Macintosh_classic.jpg|thumb|right|[[Einkatölva]]n var fundin upp í Bandaríkjunum.]]