„Loðvík 15.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Þar sem Loðvík var hinsti eftirlifandi meðlimur sinnar ættkvíslar í konungsfjölskyldunni naut hann mikils stuðnings á byrjun valdatíðar sinnar og fékk því viðurnefnið „Bien-Aimé“ eða hinn ástsæli eftir að hann veiktist árið 1744 og var fluttur til [[Metz]]. Í fyllingu tímans leiddi linkind hans, aðgerðarleysi og hneykslismál sem vörðuðu frillu hans, [[Madame de Pompadour|Pompadour markgreifynju]], til þess að vinsældir hans döluðu. Þegar hann lést úr [[bólusótt]] brutust út fagnaðarlæti í [[París]].
 
Þó vann Frakkland marga frækna hernaðarsigra í Evrópu á valdatíð hans og innlimaði hertogadæmin Lorraine og Bar og síðan [[Korsíka|Korsíku]]. Á móti glataði Frakkland hins vegar miklum hluta nýlenduveldis síns gegn [[Breska heimsveldið|Bretlandi]] í [[Sjö ára stríðið|sjö ára stríðinu]]; sér í lagi Nýja-Frakklandi í Norður-Ameríku og miklum landsvæðum á [[Karíbahaf|Karíbahafi]].
 
==Tilvísanir==