„Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1962“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1962''' eða '''HM 1962''' var haldið í Síle dagana 30. maí til 17. júní. Þetta var sjöunda Heimsmeistaramó...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1962''' eða '''HM 1962''' var haldið í [[Síle]] dagana [[30. maí]] til [[17. júní]]. Þetta var sjöunda [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla|heimsmeistarakeppnin]] og urðu [[Brasilía|Brasilíumenn]] meistarar í annað sinn eftir sigur á [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] í úrslitum og urðu þannig annað liðið í sögunni til að verja heimsmeistaratitil. Meðalmarkaskorun í mótinu féll niður fyrir þrjú mörk í leik og hefur haldist þar síðan.
 
== Val á gestgjöfum ==
Knattspyrnusambönd í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] sóttu það stíft að fá heimsmeistarakeppnina í ljósi þess að mótin 1954 og 1958 voru haldin í [[Evrópa|Evrópu]]. [[Argentína|Argentínumenn]] höfðu áður falast eftir að halda HM og töldu sig eiga sigurinn vísan. [[Alþjóðaknattspyrnusambandið|Alþjóðaknattspyrnusambandinu]] hugnaðist þó illa að Argentínumenn væru einir um hituna og hvöttu forystumenn til þess að [[Síle]] blandaði sér í slaginn, þótt ekki væri nema að nafninu til. Fyrir FIFA-þingið árið 1956, þar sem ákvörðunin um staðarvalið var tekin, skilaði [[Vestur-Þýskaland]] inn umsókn, en hún var dregin til baka eftir mikinn þrýsting frá stjórnendum sambandsins.
 
Í fyrstu var talið fráleitt að Síle gæti haldið heimsmeistarakeppni, enda ekki í hópi kunnari knattspyrnuþjóða. Kosningabarátta Sílemanna var hins vegar öflug og lagði áherslu á að samþykktir FIFA gerðu einmitt ráð fyrir að nota mætti HM til að styrkja fótboltaíþróttina á nýjum svæðum. Þegar gengið var til atkvæða hlaut Síle 32 gegn 11 atkvæðum Argentínu.
 
Stærsti [[jarðskjálfti]] sem mælst hefur reið yfir Síle vorið 1960. Um 50 þúsund manns fórust í skjálftanum og eignatjón varð gríðarlegt. Hamfarirnar settu stórt strik í reikning mótshaldara, en engu að síður tókst Sílemönnum að halda keppnina eins og áætlað hafði verið.
 
[[Flokkur:Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]]