„Potsdamráðstefnan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Stalín, Churchill og Truman – ásamt Attlee, sem mætti ásamt Churchill á ráðstefnuna á meðan þeir biðu eftir niðurstöðum bresku þingkosninganna árið 1945 og tók við af Churchill sem forsætisráðherra eftir sigur Verkamannaflokksins á meðan á ráðstefnunni stóð – komu saman til að ákveða hvernig skyldi stjórna hinu sigraða [[Þriðja ríkið|Þýskalandi]]. Þýskaland hafði fallist á skilyrðislausa uppgjöf níu vikum fyrr, þann 8. maí. Markmiðið með ráðstefnunni var jafnframt að koma á skipulagi eftir sigur bandamanna í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]], hvernig skyldi staðið að friðarsáttmálunum og hvernig skyldi bæta úr eyðileggingu stríðsins.
 
Á [[Krímráðstefnan|Krímráðstefnunni]] hafði Frökkum verið úthutað hernámssvæði í Þýskalandi og Frakkland gert að fullgildum meðlimi í stjórnarráði bandamannanna. Þó var [[Charles de Gaulle]] hershöfðingja, leiðtoga frönsku bráðabirgðastjórnarinnar, ekki boðið á Potsdamráðstefnuna. Þetta þótti Frökkum niðrandi og var þetta lengi ágreiningsmál milli þeirra og hinna bandamannaríkjanna. Ýmsar ástæður voru fyrir því að bjóða ekki Frökkum: Hinum nýlátna [[Franklin D. Roosevelt]] Bandaríkjaforseta hafði verið meinilla við de Gaulle, búist var við frekari deilumálum milli Frakka og Bandaríkjamanna varðandi [[franska Indókína]], og Bretum og Bandaríkjamönnum þótti líklegt að markmið Frakka í lok stríðsins samræmdust ekki þeirra markmiðum.
 
==Tilvísanir==