„Hafnarfjarðarganga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Hafnarfjarðarganga''' eða '''Herstöðvagangan frá Hafnarfirði''' var mótmælaganga gegn veru hersins á Keflavíkurflugvelli sem haldin var 11. júní...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Samtök herstöðvaandstæðinga voru stofnuð í maí 1972, en eldri baráttusamtök gegn hersetunni [[Samtök hernámsandstæðinga]] höfðu hætt störfum nokkrum misserum fyrr. Nýkjörin miðnefnd hinna nýju samtaka taldi brýnt að sýna styrk þeirra sem allra fyrst. Ekki var talinn nægur tími til að skipuleggja [[Samtök_hernaðarandstæðinga#Keflavíkurgöngur_o.fl._stóraðgerðir_hernáms-_og_herstöðvaandstæðinga_1960-1991|Keflavíkurgöngu]] með svo skömmum fyrirvara en þess í stað látið nægja að safnast saman í miðbæ [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] og ganga til [[Reykjavík|Reykjavíkur]].
 
Safnast var saman við Bæjarbíó í Hafnarfirði kl. 19 þar sem haldinn var stuttur fundur. Annar fundur var haldinn við félagsheimili [[Kópavogur|Kópavogs]] kl. 21 og sá þriðji í göngulok við [[Miðbæjarskólinn|Miðbæjarskólann]] kl. 22:45. Að sögn blaðanna [[Þjóðviljinn|Þjóðviljans]], [[Alþýðublaðið|Alþýðublaðsins]] og [[Tíminn|Tímans]] voru um á milli fimm og sex þúsund manns við lok göngunnar, en [[Morgunblaðið]] lét þess getið að þrjú til fjögur hundruð hefðu hafið göngu og unglingar áreitt göngufólk á nokkrum stöðum.
 
==Ræðumenn==