„Filippseyjar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 168:
 
=== Alræði ===
[[Mynd:Ferdinand Marcos.JPEG|thumb|left|[[Ferdinand Marcos]] forseti]]
Í [[desember]] [[1965]] var [[Ferdinand Marcos]] kosinn forseti Filippseyja og endurkosinn [[1969]]. Marcos hafði upp áætlanir um að hernema héraðið Sabah á Borneó en íslamskir nýliðar í hernum neituðu að taka þátt í aðgerðunum. Þetta leiddi til fjöldamorðs á þeim. Í kjölfarið stofnuðu múslímar þjóðarhreyfingu sem hafði það markmið að stuðla að sjálfstæði á Mindanaó og öðrum suðlægum eyjum. Marcos var ásakaður um spillingu en fyrstu mótmæli gegn honum hófust í Manila [[1970]] og stóðu yfir í tvö ár. Í september [[1972]] setti Marcos neyðarlög og hóf ofsóknir á hendur öllum þeim sem mótmæltu stjórn hans. Tugþúsundir voru handteknir og prentfrelsi var afnumið. Hann setti nýja stjórnarskrá þar sem hann hlaut aukin völd. Í raun tók hann sér alræðisvöld. Múslímar sömdu áætlun um sjálfstjórn á Mindanaó en Marcos hafnaði henni. Neyðarlögin voru ekki afnumin fyrr en [[1981]]. Á sama ári fóru fram kosningar en þær fóru fram undir ströngu eftirliti Marcosar, sem sigraði með miklum yfirburðum. Talað var um meiriháttar kosningasvindl. [[1983]] var leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Benigno Aquino, myrtur og var herinn sakaður um ódæðið. Eftir enn eitt kosningasvindl [[1987]] hópuðust rúmlega milljón Filippseyinga á götur Manila og kröfðust afsagnar Marcosar. Kaþólska kirkjan, sem hafði mikil ítök í landinu, studdi þessar kröfur. Í kjölfarið breiddust mótmælin út um allt land. Þegar herinn neitaði skipunum Marcosar um að stöðva mótmælin, sá Marcos sig tilneyddan til að flýja land og fór til Havaí [[25. febrúar]] [[1986]]. Sama dag varð Corazón Aquino, ekkja hins myrta Benigno Aquino, forseti landsins.
 
=== Síðustu ár ===