Munur á milli breytinga „Armed Forces Radio and Television Service Keflavik“

m
 
==Takmörkun sjónvarpsútsendinga==
Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar árið [[1966]] kom fram sú skoðun framleiðenda sjónvarpsefnis í Bandaríkjunum að sjónvarpsstöð varnarliðsins ætti að greiða sambærileg gjöld fyrir útsendingu á aðkeyptu efni þar sem áhorfendahópurinn á Íslandi væri stærri en sem næmi varnarstöðinni sjálfri. Í framhaldi af því óskaði flotaforinginn eftir því við íslensk stjórnvöld að dregið yrði verulega úr útsendingarstyrk stöðvarinnar þannig að hann takmarkaðist við stöðina og næsta nágrenni hennar enda hefði rekstrarkostnaður stöðvarinnar ella margfaldast. [[15. september]] [[1967]] voru svo sjónvarpsútsendingar takmarkaðar þannig að þær náðust aðeins á Suðurnesjum og sunnanverðum Hafnarfirði. Dagskrá stöðvarinnar var t.d. birt í héraðsblöðum á Suðurnesjum til [[1972]]. Þannig héldu útsendingar áfram til [[1974]] þegar allar sjónvarpsútsendingar stöðvarinnar voru færðar í kapalkerfi.
 
Á árunum 1972 til 1974 birtust reglulega greinar í íslenskum [[dagblöð]]um um að Keflavíkursjónvarpið væri að brjóta [[íslensk útvarpslög]] með útsendingum sínum þar sem þau lög kváðu á um einkarétt Ríkisútvarpsins til sjónvarpsútsendinga. Á móti kvörtuðu margir undan takmörkunum á móttöku sjónvarpsins.
43.592

breytingar