„Simón Bolívar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 17:
Simón kom til Venesúela árið 1811. Í júlí árið eftir gafst leiðtogi hreyfingarinnar í Karakas, [[Francisco de Miranda]], upp, og neyddist Simón til að flýja til [[Cartagena de Indias]], en þar ritaði hann ''[[Cartagena Manifesto]]''.
 
Er Simón var falið hernaðarlegt vald í Nýja Granada árið 1813 af þinginu í [[Tunja]], leiddi hann innrásina í Venesúela 14. maí. Innrásin markaði upphaf hinnar dáðu baráttu ''Campaña Admirable''. Hann kom til [[Mérida (Venesúela)|Mérida]] þann [[23. maí]] og náði að því loknu [[Trujillo (Venesúela)|Trujillo]] á sitt band [[9. júní]]. Sex dögum síðar, [[15. júní]] fyrirskipaði hann að barist yrði til síðasta manns, (''Decreto de Guerra a Muerte''). Er Karakas var endurheimt [[13. ágúst]] [[1813]] var hann nefndur Frelsarinn ''El Libertador'' við stofnun Annars Venesúelska Lýðveldisins. Við fall lýðveldisins eftir uppreisn [[José Tomás Boves]] árið [[1814]], snéri Simón aftur til Nýja Granada, þaðan sem hann stjórnaði [[Kólumbía|kólumbísku]] [[þjóðernishyggja|þjóðernishreyfingunni]], sem hann hélt til [[Bógóta]] með árið 1814 og endurheimti borgina frá hinu fallandi lýðveldi. Hugur hans stóð til að taka konungssinnann [[Santa Marta]] höndum en vegna ágreinings og árekstra við stjórnvöld í Cartagena flúði Símón til [[Jamaíka|Jamaíku]] og leitaði ásjár [[Alexander Pétíon|Alexanders Pétíons]] leiðtoga [[HahítíHaítí]].
 
Með hahítísku liðsinni hélt Símon til Venesúela árið 1816, hann tók borgina Angostura (sem nú heitir [[Ciudad Bolívar]] eða Borg Bolívars).