„Johann Friedrich Struensee“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Lína 17:
 
== Endalok ==
[[Mynd:Struensees henrettelse.jpg|thumb|Stuensees á leið til aftöku. Koparstunga.]]
Það háði Struensee að hann talaði ekki [[danska|dönsku]] og virti ekki danskar siðvenjur. Hann rak fjölda reyndra embættismanna og setti reynslulitla menn í staðinn. Þó voru umbætur hans framan af vinsælar hjá millistéttinni. Hins vegar kunnu Danir ekki að meta hvernig konunginum var ýtt gjörsamlega til hliðar, enda gerðu fæstir utan hirðarinnar sér grein fyrir því hve veikur hann var, töldu hann aðeins áhrifagjarnan og veiklundaðan. Samband Struensee við drottninguna vakti líka mikla hneykslun, þegar það komst í hámæli. Þann [[7. júlí]] [[1771]] fæddi drottningin dóttur, Lovísu Ágústu, sem allir vissu að Struensee átti þótt hún væri kennd konunginum.