„Gullfoss (skip, 1915)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Gullfoss''' var fyrsta skip [[Eimskipafélag Íslands|Eimskipafélags Íslands]] og kom í fyrsta sinn til [[Reykjavík]]ur [[16. apríl]] [[1915]]. Var þá almennur frídagur í bænum og mikið fagnað.
 
Þetta fyrsta vélknúna [[millilandaskip]] Íslendinga var smíðað í Kaupmannahöfn og var ganghraði þess 11 sjómílur á klukkustund. Í því var rými fyrir 74 farþega og sigldi skipið með fólk og varning, ýmist milli [[Ísland|Íslands]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og Íslands og Evrópu, auk þess að stunda strandsiglingar hér. Skipið kom hlaðið af vörum frá útlöndum en fyrsta sigling þess með farm eftir að heim kom var farin til [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] 19. apríl og var þá öllum boðið að fara með ókeypis sem vildu. 400-500 manns notfærðu sér það boð.
 
Gullfoss varð innlyksa í [[Danmörk]]u við [[hernám Danmerkur|hernámið]] 1940 og var undir yfirráðum [[Þýskaland|Þjóðverja]] til stríðsloka. Þá fannst skipið illa farið í [[Kiel]] og var selt til [[Færeyjar|Færeyja]] þar sem það nefndist ''Tjaldur''.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1169324 „Skrautbúið skip fyrir landi.“] Vísir, 29. apríl 1950.</ref> Gullfoss var rifinn [[1953]] í [[Hamborg]] í Þýskalandi.
 
== Tilvísanir ==