Munur á milli breytinga „Vínarfundurinn“

=== Stórveldin fjögur og Frakkland Búrbóna ===
Stórveldin fjögur höfðu áður verið kjarni sjötta sambandshersins. Um það leyti er Napóleon þurfti að játa sig sigraðan höfðu þessi ríki samið um [[Fyrri Parísarfriðurinn|fyrri Parísarfriðinn]] við [[Búrbónar|Búrbóna]].
* [[Mynd:Flag of Russia.svg|25 px]] [[Rússaveldi]] - [[Alexander I1. Rússakeisari|Alexander keisari]] var eini þjóðhöfinginn ríkjanna sem var einnig fulltrúi þess. Keisarinn notfærði sér Vínarfundinn til þess að sækjast eftir markmiðum utanríkisstefnu Rússlands. Alexander krafðist þess að allt [[Pólland]] kæmi í hlut Rússa en síðan á [[18. öld]] höfðu pólsk yfirráðasvæði verið í eigu Austurríkis og Prússlands.
* [[Mynd:Flag of Prussia (1892-1918).svg|25 px]] [[Prússland]] - [[Karl Ágúst von Hardenberg]] var kanslari Prússlands frá árinu [[1810]] og var aðalsamningsaðili þeirra. [[Friðrik Vilhjálmur III]] Prússakóngur var þakklátur Rússakeisara fyrir að hafa frelsað land sitt frá [[Napóleon]]i og þurfti Hardenberg þá að styðja álit Rúsa í viðræðunum. Hardenberg heimtaði þó að [[Saxland]] kæmi undir prússneskt yfirráðasvæði til þess að bæta upp fyrir rússneska innlimun á Póllandi.
* [[Mynd:Flag of the Habsburg Monarchy.svg|25 px]] [[Austurríki]] - [[Klemens von Metternich]] fursti var utanríkisráðherra Austurríkis og vildi hann koma á jafnvægi milli stórveldanna til þess að halda friði í Evrópu. Hann óttaðist vestræna útþenslustefnu Rússlands og vildi að stórt ríki í mið-Evrópu yrði stofnað og ætlaði hann að ná aftur austurrískum yfirráðum yfir [[Ítalía|ítölsku]] ríkjunum.