„Loðvík Filippus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Loðvík Filippus hafði á ævi sinni borið ýmsa titla: Hann var hertogi af Valois (1773-1785), hertogi af Chartres (1785-1793) og loks hertogi af Orléans (1793-1830) áður en hann varð konungur árið 1830 þegar frænda hans, [[Karl 10.|Karli 10.]], var steypt af stóli í [[Júlíbyltingin|júlíbyltingunni]].
 
Á átján ára valdatíð Loðvíks Filippusar áttu sér stað miklar samfélags-, efnahags- og stjórnmálaumbreytingar í Frakklandi. Loðvík Filippus reyndi að friðþægja djúpt sundraða þjóð sína með ýmsum ráðum: Á hans valdatíð var komið á [[þingræði]] og miðstéttinni var hleypt inn í framleiðslu- og fjárfestingaiðnaðinn, sem jók hagvöxt í Frakklandi og ýtti undir [[Iðnbyltingin|iðnbyltinguna]] þar í landi. Hann hvatti auk þess til vinsamlegra sambands við Breta og til útþenslu nýlenduveldis Frakka, þ.á.m. til [[Alsír]]. Þó entist júlíríkið ekki lengur en fram til ársins 1848, en þar er m.a. um að kenna æ þrengri kosti verkamannastéttarinnar og skorts valdastéttanna á skilningi gagnvart óskum fransks samfélags. Loðvík Filippus neyddist til að segja af sér árið 1848 í kjölfar nýrrar byltingar og flutti í útlegð til Bretlands, þar sem hann endaði ævi sína tveimur árum síðar.
 
{{stubbur|saga}}