„Joachim von Ribbentrop“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Ribbentrop vakti fyrst athygli [[Adolf Hitler|Adolfs Hitler]] sem víðförull athafnamaður sem vissi meira um utanríkismál en flestir háttsettir nasistar. Hann gaf afnot af húsinu sínu fyrir leynifundi í janúar 1933 sem leiddu til útnefningu Hitler í [[Kanslari Þýskalands|kanslaraembætti Þýskalands]]. Hann varð trúnaðarvinur Hitler, en vinátta þeirra fór mjög í taugarnar á öðrum flokksmönnum sem töldu Ribbentrop grunnhygginn og hæfileikalausan. Hann var útnefndur sendiherra til [[Bretland|Bretlands]] árið 1936 og utanríkisráðherra Þýskalands í febrúar 1938.
 
Fyrir [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldina]] lék Ribbentrop lykilhlutverk í stofnun [[Stálbandalagið|Stálbandalags]] Þjóðverja við Ítalíu og í gerð hlutleysissáttmála við [[Sovétríkin]] sem þekkt varð sem [[Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn]] í höfuðið á Ribbentrop og sovéska utanríkisráðherranum [[Vjatsjeslav Molotov]]. Eftir árið 1941 döluðu áhrif Ribbentrop nokkuð.
 
Ribbentrop var handtekinn í júní 1945 og réttað yfir honum við [[Nürnberg-réttarhöldin]] þar sem hann var dæmdur fyrir þátt sinn í að hefja seinni heimsstyrjöldina í Evrópu og fyrir að stuðla að framkvæmd [[Helförin|Helfararinnar]]. Þann 16. október 1946 varð Ribbentrop fyrstur sakfelldra nasista tekinn af lífi og [[Henging|hengdur]].