„Tansanía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 43:
 
== Saga ==
Þetta land hefur enga sögu.
Í Tansaníu er að finna einhver elstu merki um [[maður|menn]] og [[Olduvaigjáin]] í norðurhluta landsins er stundum kölluð „[[vagga mannkyns]]“. Í Tansaníu hafa fundist [[steingervingur|steingerðar]] leifar eftir ''[[Paranthropus]]'' og ''[[Australopithecus]]''. [[Laetolisporin]] sem talin eru elstu þekktu merki um menn, fundust í Tansaníu árið [[1978]].
 
[[Þýska Austur-Afríka|t]][[Þjóðabandalagið|Þ]]
Fyrir um 10.000 árum er talið að í Tansaníu hafi búið samfélög [[veiðimenn og safnarar|veiðimanna og safnara]] sem töluðu [[kojsan]]-mál. Fyrir 5-3000 árum er talið að fólk sem talaði [[kúsmál]] hafi flust þangað úr norðri og flutt með sér tækni til [[landbúnaður|landbúnaðar]]; [[kvikfjárrækt]] og [[akuryrkja|akuryrkju]]. Fyrir um 2000 árum hófst flutningur [[bantúmenn|bantúmanna]] til Tansaníu. Þessir hópar fluttu með sér tækni til [[járnvinnsla|járnvinnslu]]. Síðar hófst flutningur [[hirðingi|hirðingja]] frá norðri sem tala [[nílótísk tungumál]]. Þessir fólksflutningar stóðu allt fram á [[18. öldin|18. öld]].
 
[[Mynd:Zanzibarship.jpg|thumb|left|Hefðbundinn bátur með latínusegli á Sansibar.]]
Frá [[1. árþúsundið|1. árþúsundinu]] e.Kr. var öflug [[verslun]] milli strandhéraða Tansaníu og [[Persía|Persíu]] og [[Arabía|Arabíu]]. Með komu [[íslam]] varð tungumál íbúanna fyrir áhrifum frá [[arabíska|arabísku]] og [[svahílí]] varð til. Borgir og bæir urðu til í kringum verslunina með fram ströndinni og á eyjunum kringum [[Sansibar]] og [[Kilwa]]. Frá [[13. öldin|13.]] og fram á [[15. öld]] efldust þessar borgir eftir því sem siglingum fór fram á [[Indlandshaf]]i og áttu viðskipti með vörur allt frá [[Indland]]i og [[Kína]]. Snemma á [[14. öldin|14. öld]] kom [[Ibn Battuta]] til Kilwa og sagði hana bestu borg veraldar. [[1498]] kom [[Vasco da Gama]] fyrstur [[Evrópa|Evrópubúa]] til austurstrandarinnar og um [[1525]] höfðu [[Portúgal]]ir lagt alla strandlengjuna undir sig. Yfirráð Portúgala stóðu til loka [[18. öldin|18. aldar]] þegar arabar frá [[Óman]] hófu að koma sér þar fyrir. Á þeim tíma varð Sansibar miðstöð [[þrælahald|þrælaverslunar]] á svæðinu.
 
[[Mynd:Battle of tanga.jpg|thumb|left|[[Orrustan um Tanga]] átti sér stað [[1914]].]]
[[1880]] var meginlandshluti Tansaníu, Tanganjika, hluti af [[Þýska Austur-Afríka|Þýsku Austur-Afríku]]. Eftir ósigur [[Þýskaland|Þjóðverja]] í [[Fyrri heimsstyrjöldin]]ni lýsti [[Þjóðabandalagið]] landið [[Bretland|breskt]] umdæmi. Í [[Síðari heimsstyrjöldin]]ni var þar herstöð og birgðageymsla breska hersins. Árið [[1960]] varð [[Julius Nyerere]] ráðherra Tanganjika og varð fyrsti [[forsætisráðherra Tansaníu]] þegar landið fékk sjálfstæði [[1961]]. [[1964]] fékk [[Sansibar]] sjálfstæði sem [[soldánsdæmi]] en almenn uppþot gegn soldáninum leiddu til sameiningar landanna tveggja [[26. apríl]] [[1964]]. Nyerere tók upp [[afrísk jafnaðarstefna|afríska jafnaðarstefnu]] með hugmyndafræðinni ''[[Ujamaa]]'' sem fól meðal annars í sér [[þjóðnýting]]u nokkurra lykilatvinnugreina og [[flokksræði]] þar sem einungis flokkur Nyerere, [[Chama Cha Mapinduzi]], var leyfður.
 
[[1979]] reyndi stjórn [[Úganda]] undir forystu [[Idi Amin]] að leggja héraðið [[Kagera]] undir sig sem leiddi til [[Stríð Úganda og Tansaníu|stríðs]] sem lauk með því að her Tansaníu steypti Idi Amin af stóli. [[1985]] lét Nyerere af völdum og [[Ali Hassan Mwinyi]] tók við sem forsætisráðherra. [[Flokksræði]] lauk með stjórnarskrárbreytingu árið [[1992]] en Chama Cha Mapinduzi hefur unnið allar kosningar síðan.
 
== Landafræði ==