„Esóp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Aesop pushkin01.jpg|right|thumb|Forngrísk brjóstmynd sem talin er vera af Esóp.]]
'''Esóp''' (eða '''Æsóp'''<ref>[http://timarit.is/search_init.jsp?lang=is&orderby=score&q=%E6s%F3p* Tímarit.is]</ref>) ([[forngríska]] ''Αἴσωπος''; u.þ.b. 620 - 564 f. Kr.) var grískur [[dæmisaga|dæmisagnahöfundur]] sem eignaðar eru fjölmargar sögur sem þekktar eru sem ''[[Dæmisögur Esóps]]''. Óljóst er hvort Esóp var til í raun og veru þar sem engin frumrit eftir hann eru til en honum eru ætlaðar ótal sögur sem safnað hefur verið í gegn um aldirnar á ýmsum tungumálum samkvæmt sagnahefð sem heldur áfram til okkar daga. Í mörgum sögunum eru persónurnar talandi dýr eða dauðir hlutir sem hugsa, leysa vandamál og haga sér eins og mannfólk.
 
Margar fornar heimildir gefa vísbendingar um ævi Esóps, þar á meðal verk [[Aristóteles|Aristótelesar]], [[Heródótos|Heródótosar]] og [[Plútarkos|Plútarkosar]]. Í forngrískum skáldskap er Esóp talinn hafa verið forljótur þræll sem vann sér inn frelsi með gáfum sínum og varð ráðgjafi konunga og borgríkja. Líklega á þessi ímynd af Esóp ekki við neinn raunveruleika að styðjast.