„Enver Pasja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[MyndFile:Ismail Enver Pasha 1911.jpg|thumb|right|Ísmael Enver Pasja]]
'''Ísmael Enver Pasja''' ('''اسماعیل انور پاشا'''‎ á ottómantyrknesku; '''İsmail Enver Paşa''' á nútímatyrknesku; 22. nóvember 1881 – 4. ágúst 1922) var [[Tyrkland|tyrkneskur]] hernaðarleiðtogi og foringi [[Ungtyrkjabyltingin|Ungtyrkjabyltingarinnar]] árið 1908. Hann var helsti leiðtogi [[Tyrkjaveldi|Tyrkjaveldisins]] í [[Balkanstríðin|Balkanstríðunum]] (1912–13) og [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]] (1914–18). Á ferli sínum var hann þekktur undir æ háleitari heiðurstitlum, þ.á.m. '''Enver Efendi''' (انور افندي‎), '''Enver Bey''' (انور بك‎) og loks '''Enver Pasja''', en [[pasja]] var heiðursnafnbót sem herleiðtogar Tyrkjahers fengu þegar þeim hlotnaðist háhershöfðingjatign.