„Georges Clemenceau“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
Árið 1902 var Clemenceau kjörinn á þing í Var-kjördæmi í suðurhluta Frakklands og var gerður að innanríkisráðherra árið 1906. Hann leit á sig sem „yfirlöggu Frakklands“ og hlaut gælunafnið „Tígrisdýrið“ eða „''le Tigre''“. Í lok ársins 1906 var hann gerður að forsætisráðherra og gegndi þeirri stöðu í þrjú ár ásamt innanríkisráðherraembættinu. Eftir að ráðherratíð hans lauk gekk Clemenceau aftur á þing og stofnaði tímaritið ''L'Homme libre'' („''Frjálsi maðurinn''“) en breytti nafni blaðsins í ''L'Homme enchaîné'' („''Hlekkjaði maðurinn''“) eftir að hafa orðið fyrir ritskoðun í byrjun [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]].
 
Þann 16. nóvember 1917 varskipaði Clemenceau[[Raymond útnefndurPoincaré]] Frakkaforseti Clemenceau forsætisráðherra á ný og kom á fót nýrri ríkisstjórn tileinkaðri stríðsrekstrinum. Hann var ákafur stuðningsmaður þess að stefnt yrði að gersigri á [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæminu]] og eftir uppgjöf Þjóðverja varð hann óbilgjarnastur leiðtoga Bandamanna í garð Þjóðverja við gerð [[Versalasamningurinn|Versalasamninganna]].
 
Eftir stjórn Clemenceau í síðasta hluta stríðsins var hann mjög vinsæll meðal almennings og fékk gælunafnið „Père la Victoire“ eða faðir sigursins. Þrátt fyrir það tókst honum ekki að vera kjörinn frambjóðandi í undankjöri fyrir forsetakosningar Frakklands árið 1920 og dró hann sig í kjölfarið úr stjórnmálum og settist í helgan stein.