„Viktor Emmanúel 3.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 16:
 
===Millistríðsárin og uppgangur fasisma===
Efnahagskreppan sem fylgdi í kjölfar heimsstyrjaldarinnar hleypti eldi í æðar öfgamanna í verkamannastéttum Ítalíu. Þetta olli miklum pólitískum óstöðugleika í landinu og gerði [[Benito Mussolini]] kleift að rísa til valda. Árið 1922 gerðu Mussolini og um 10.000 stuðningsmenn hans atlögu á [[Róm]]. [[Pietro Badoglio]] hershöfðingi tilkynnti konungnum að herinn væri trúr honum og gæti sigrað uppreisnarseggina án erfiðis. [[Luigi Facta]] forsætisráðherra lét undirbúa frumvarp til að koma á [[herlög|herlögum]]. Að endingu neitaði Viktor Emmanúel hins vegar að undirrita frumvarpið og bauð Mussolini þess í stað til Rómar til að taka við embætti forsætisráðherra. Konungurinn hélt því seinna fram að hann hefði óttast að [[borgarastyrjöld]] myndi brjótast út ef hann beitti hervaldi gegn fasistunum.<ref>L'Italia in camicia nera, Milano, Rizzoli, 1976.</ref>
 
[[File:Enrico De Nicola, il re e Mussolini all'uscita di Montecitorio, Roma 1923.jpg|thumb|right|Viktor Emmanúel ásamt [[Benito Mussolini]] árið 1923.]]
Lína 22:
Viktor Emmanúel gerði næstu árin ekkert til að hafa hemil á valdníðslu Mussolini og mótmælti ekki árin 1925–26 er Mussolini hætti alfarið öllum lýðræðistilburðum. Seinna árið setti Mussolini lög þess efnis að hann væri eingöngu ábyrgur gagnvart konungnum en ekki þinginu.
 
Á valdatíma Mussolini var Viktor Emmanúel gerður að keisara [[Eþíópía|Eþíópiu]] 1936 og konung [[Albanía|Albaníu]] 1939 eftir innrásir Ítala þangað. [[Þjóðabandalagið]] fordæmdi báðar innrásirnar og veitti Viktor Emmanúel aldrei alþjóðlega viðurkenningu sem handhafi þessara titla.
 
===Seinni heimsstyrjöldin===