„Chiang Kai-shek“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Chiang Kai-shek árið 1943. '''Chiang Kai-shek''' (31. október 1887 – 5. apríl 1975), einn ritað '''Jiang Jieshi''' eða...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Chiang Kai-shek(蔣中正).jpg|thumb|right|Chiang Kai-shek árið 1943.]]
'''Chiang Kai-shek''' (31. október 1887 – 5. apríl 1975), einn ritað '''Jiang Jieshi''' eða '''Jiang Zhongzheng''' á latnesku stafrófi, var [[Kína|kínverskur]] stjórnmálamaður og herforingi sem var leiðtogi [[Lýðveldið Kína|Lýðveldisins Kína]] frá 1928 til dauðadags. Chiang var áhrifamikill meðlimur Kuomintang (KMT), kínverska þjóðernisflokksins, og náinn samstarfsmaður [[Sun Yat-sen]]. Hann varð leiðtogi Whampoa-hernaðarskólans sem Kuomintang rak og tók við af Sun sem leiðtogi KMT eftir valdarán í [[Guangzhou|Canton]] árið 1926. Eftir að hafa gert vinstri væng flokksins óvirkan leiddi Chiang leiðangur til norðurhluta Kína þar sem hann lagði undir sig landsvæði með því að sigra eða semja við hina fjölmörgu stríðsherra sem þá ríktu á þessum svæðum.
 
Frá 1928 til 1948 var Chiang formaður Þjóðarhernaðaráðs Lýðveldisins Kína. Chiang var íhaldssamur í félagsmálum og hélt upp á hefðbundin kínversk gildi. Hann hafnaði bæði lýðræði í vestrænum stíl og þjóðernissinnaða en sósíaldemókratíska lýðræðinu sem Sun hafði aðhyllst og rak þess í stað alræðisstjórn. Þar sem Chiang tókst ekki að friðþægja kínverska kommúnista líkt og Sun hafði gert útrýmdi hann þeim í fjöldamorðum í [[Sjanghæ]] og bældi niður uppreisnir í [[Guangzhou]] og annars staðar.